Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa. Lífið 25.7.2025 17:07
Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone, fögnuðu nýjum 1,5 milljarðs dala samningi við Paramount+ með því að gefa út nýjan þátt þar sem þeir sýna Donald Trump á typpinu og uppi í rúmi með Satan. Lífið 25.7.2025 15:35
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. Gagnrýni 25.7.2025 07:01
Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Lífið 22. júlí 2025 15:32
Gaf eistum kærastans gælunafn Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband. Lífið 22. júlí 2025 13:00
Heimsfræg lesbía á leið til landsins Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. Lífið 21. júlí 2025 14:00
Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn. Lífið 21. júlí 2025 07:45
Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins. Lífið 20. júlí 2025 15:18
Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2025 14:46
Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2025 13:26
Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Lífið 18. júlí 2025 11:51
Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Sleðinn Rosebud úr verðlaunamyndinni Citizen Kane frá 1941 seldist fyrir 14,75 milljarða Bandaríkjadala á uppboði á dögunum, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti leikmunur úr kvikmynd sem selst hefur á uppboði. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2025 09:26
Emma Watson svipt ökuleyfinu Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári. Lífið 16. júlí 2025 11:44
Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna, stærstu sjónvarpsverðlauna Hollywood, voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir Severance hlutu flestar tilnefningar, 27 talsins. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2025 16:47
Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 16:06
Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15. júlí 2025 12:23
„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Lífið 12. júlí 2025 07:02
Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Lífið 11. júlí 2025 22:33
Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. Tónlist 11. júlí 2025 17:09
Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. Gagnrýni 11. júlí 2025 08:32
Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum. Lífið 10. júlí 2025 15:21
Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Lífið 8. júlí 2025 08:55
Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Leikarinn Michael Madsen féll frá 3. júlí síðastliðinn eftir hjartaáfall, 67 ára að aldri. Madsen var sjarmatröll með viskírödd sem lék í meira en 300 kvikmyndum og sjónvarpsþáttaseríum á ferli sínum. Vísir rifjar hér upp bestu frammistöður Madsen. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2025 20:34
Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað. Lífið 4. júlí 2025 14:59