Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. maí 2025 09:01 Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Geðheilbrigði Hælisleitendur Fíkn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun