Lífið

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Katrín Tanja og Brooks birtu fallegar myndir með tilkynningunni með sónarmyndum af barninu.
Katrín Tanja og Brooks birtu fallegar myndir með tilkynningunni með sónarmyndum af barninu. Instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið trúlofaði sig í desember í fyrra og á von á sínu fyrsta barni í haust.

„Okkar mesta blessun. Von á Laich barninu í haust. Mamma og pabbi geta ekki beðið eftir því að hitta þig, litla okkar,“ segir í færslu sem parið deilið sameiginlega á samfélagsmiðlum í kvöld.

Parið opinberaði samband sitt árið 2021. Fréttir af trúlofun þeirra vöktu mikla athygli í fjölmiðlum erlendis en People og E! fjölluðu um hana, sem og Daily Mail.

Laich er kanadískur. Hann spilaði í NHL-deildinni frá 2004 til 2018, lengst af með Washington Capitals. Jafnframt spilaði hann með kanadíska landsliðinu.

Hann var áður giftur bandarísku leikkonunni og dansaranum Julianne Hough.


Tengdar fréttir

Katrín Tanja trúlofuð

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eru trúlofuð. Þau greindu frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“

Buttery Bros voru á staðnum þegar íslensku goðsagnirnar þrjár kepptu saman í fyrsta sinn á Wodapalooza mótinu um síðustu helgi. Strákarnir hafa nú skilað af sér skemmtilegu myndbandi um íslensku CrossFit drottningarnar en þeir fengu einstakt tækifæri til að fylgjast með Anníe, Katrínu og Söru á bak við tjöldin.

„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“

Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.