Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar 4. maí 2025 07:03 Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta. Það vekur því furðu að Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og fleiri hagsmunaaðilar í greininni hafi dregið úr því að leggja áherslu á þessa lykilstaðreynd. Virðisaukaskattur (VSK) er neytendaskattur sem leggst á öll kaup á vörum og þjónustu. Það er einfalt reikningsdæmi: fleiri neytendur þýða meiri neyslu og þar með auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt opinberum tölum og greiningum hefur virðisaukaskattstekjur ríkisins af erlendum ferðamönnum numið vel á annað hundrað milljarða króna á ári á hápunkti ferðaþjónustunnar. Þetta eru tekjur sem renna beint í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Þessi skattheimta hefur sérstöðu: ferðamenn greiða þessa skatta án þess að njóta sambærilegrar þjónustu frá ríkinu á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu eða tryggingakerfi – þjónustu sem innlendir skattgreiðendur njóta. Þeir nýta að mestu leyti innviði sem sveitarfélög eða fyrirtæki standa að. Því má með sanni segja að virðisaukaskattur og aðrir neysluskattar sem ferðamenn greiða séu í reynd ákveðið auðlindagjald – greiðsla fyrir aðgang að Íslandi sem vörumerki, náttúru, menningu og aðstöðu. Það er því mikilvægt að horfa á ferðamenn sem öfluga og skýrt afmarkaða skattgreiðendur í íslensku hagkerfi. Þeir greiða ekki aðeins beint til ríkisins heldur skapa tekjur fyrir fjölmörg fyrirtæki, sem aftur greiða skatta og laun – og þannig snýst hringurinn aftur til hins opinbera. Tillögur sem fram hafa komið um nýja eða hækkaða skatta á ferðamenn – til dæmis í formi komugjalda, hækkunar gistinátta- eða afþreyingarskatta – þurfa að byggjast á vönduðu mati og kostnaðargreiningu. Ekki má vanmeta hættuna á að of hár skattur letji ferðalög til Íslands og skaði þannig tekjustofna sem byggjast á miklu umfangi frekar en hárri álögugjalda. En áður en ráðist er í nýja eða hækkaða skatta ætti að leggja áherslu á að styrkja og skýra núverandi skattheimtu. Mikilvægt er að draga úr sniðgöngu aðila á markaði, fækka og lækka undanþágur og þannig stuðla að meiri sanngirni og skilvirkni. Með því væri einnig unnið gegn vexti skuggahagkerfis sem hefur fengið að vaxa í tómarúmi eftirlits og skýrra reglna á undanförnum árum. Samkeppnisstaða þeirra ferðaþjónustuaðila sem starfa löglega og greiða sína skatta yrði þannig bætt og um leið tryggð aukin og réttlátari skattheimta. Auk þess má spyrja: Er réttlætanlegt að leggja meiri byrðar á þennan hóp skattgreiðenda sem nú þegar skilar umtalsverðu fjármagni til ríkisins, án þess að fá endurgjald í formi þjónustu? Í mörgum löndum er ferðaþjónusta álitin ein af helstu útflutningsgreinum, og ferðamenn sjálfir eins konar tímabundnir „útflutningsviðskiptavinir“ sem greiða gjaldeyri og skatta á meðan á dvöl þeirra stendur. Ísland ætti ekki að vera undantekning frá því sjónarmiði. Í stað þess að huga að viðbótarálögum ætti ríkisvaldið að nýta þær skatttekjur sem nú þegar koma frá ferðamönnum til að efla innviði og bæta samgöngur. Með því mætti bæta upplifun ferðamanna, draga úr álagi og tryggja áframhaldandi tekjur – með ábyrgð og jafnvægi í fyrirrúmi. Ferðaþjónustan er ekki aðeins mikilvæg atvinnugrein. Hún er einnig fjármálalegur burðarás fyrir ríkissjóð. Það er kominn tími til að við tökum þessa staðreynd alvarlega og hættum að líta á ferðamenn sem byrði – þegar þeir eru í raun ein mikilvægasta tekjulind þjóðarbúsins. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta. Það vekur því furðu að Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og fleiri hagsmunaaðilar í greininni hafi dregið úr því að leggja áherslu á þessa lykilstaðreynd. Virðisaukaskattur (VSK) er neytendaskattur sem leggst á öll kaup á vörum og þjónustu. Það er einfalt reikningsdæmi: fleiri neytendur þýða meiri neyslu og þar með auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt opinberum tölum og greiningum hefur virðisaukaskattstekjur ríkisins af erlendum ferðamönnum numið vel á annað hundrað milljarða króna á ári á hápunkti ferðaþjónustunnar. Þetta eru tekjur sem renna beint í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Þessi skattheimta hefur sérstöðu: ferðamenn greiða þessa skatta án þess að njóta sambærilegrar þjónustu frá ríkinu á borð við menntun, heilbrigðisþjónustu eða tryggingakerfi – þjónustu sem innlendir skattgreiðendur njóta. Þeir nýta að mestu leyti innviði sem sveitarfélög eða fyrirtæki standa að. Því má með sanni segja að virðisaukaskattur og aðrir neysluskattar sem ferðamenn greiða séu í reynd ákveðið auðlindagjald – greiðsla fyrir aðgang að Íslandi sem vörumerki, náttúru, menningu og aðstöðu. Það er því mikilvægt að horfa á ferðamenn sem öfluga og skýrt afmarkaða skattgreiðendur í íslensku hagkerfi. Þeir greiða ekki aðeins beint til ríkisins heldur skapa tekjur fyrir fjölmörg fyrirtæki, sem aftur greiða skatta og laun – og þannig snýst hringurinn aftur til hins opinbera. Tillögur sem fram hafa komið um nýja eða hækkaða skatta á ferðamenn – til dæmis í formi komugjalda, hækkunar gistinátta- eða afþreyingarskatta – þurfa að byggjast á vönduðu mati og kostnaðargreiningu. Ekki má vanmeta hættuna á að of hár skattur letji ferðalög til Íslands og skaði þannig tekjustofna sem byggjast á miklu umfangi frekar en hárri álögugjalda. En áður en ráðist er í nýja eða hækkaða skatta ætti að leggja áherslu á að styrkja og skýra núverandi skattheimtu. Mikilvægt er að draga úr sniðgöngu aðila á markaði, fækka og lækka undanþágur og þannig stuðla að meiri sanngirni og skilvirkni. Með því væri einnig unnið gegn vexti skuggahagkerfis sem hefur fengið að vaxa í tómarúmi eftirlits og skýrra reglna á undanförnum árum. Samkeppnisstaða þeirra ferðaþjónustuaðila sem starfa löglega og greiða sína skatta yrði þannig bætt og um leið tryggð aukin og réttlátari skattheimta. Auk þess má spyrja: Er réttlætanlegt að leggja meiri byrðar á þennan hóp skattgreiðenda sem nú þegar skilar umtalsverðu fjármagni til ríkisins, án þess að fá endurgjald í formi þjónustu? Í mörgum löndum er ferðaþjónusta álitin ein af helstu útflutningsgreinum, og ferðamenn sjálfir eins konar tímabundnir „útflutningsviðskiptavinir“ sem greiða gjaldeyri og skatta á meðan á dvöl þeirra stendur. Ísland ætti ekki að vera undantekning frá því sjónarmiði. Í stað þess að huga að viðbótarálögum ætti ríkisvaldið að nýta þær skatttekjur sem nú þegar koma frá ferðamönnum til að efla innviði og bæta samgöngur. Með því mætti bæta upplifun ferðamanna, draga úr álagi og tryggja áframhaldandi tekjur – með ábyrgð og jafnvægi í fyrirrúmi. Ferðaþjónustan er ekki aðeins mikilvæg atvinnugrein. Hún er einnig fjármálalegur burðarás fyrir ríkissjóð. Það er kominn tími til að við tökum þessa staðreynd alvarlega og hættum að líta á ferðamenn sem byrði – þegar þeir eru í raun ein mikilvægasta tekjulind þjóðarbúsins. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun