„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2025 13:34 Bryndís og Jón Baldvin telja málið allt hið ömurlegasta, og segja skilning stjórnvalda engan. Vísir/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. „Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
„Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
„Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33