Kólumbía

Fréttamynd

Oscar fluttur úr landi á þriðju­dag

Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins.

Innlent
Fréttamynd

Oscar hafi veitt tak­mörkuð svör

Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för.

Innlent
Fréttamynd

„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“

Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 

Innlent
Fréttamynd

Mál Os­cars sé barna­verndar­mál en ekki út­lendinga­mál

Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta ómögu­leg fram­koma“

Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. 

Innlent
Fréttamynd

„Við gerum ekki svona við börn“

„Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta rann­saka aðild flóttateymis í máli Oscars

Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns.

Innlent
Fréttamynd

„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“

Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu brott­vísun Oscars við dóms­mála­ráðu­neytið

Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna á­taka í Kólumbíu

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“

Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hall­gríms­syni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við.

Lífið
Fréttamynd

Sam­starfs­maður Escobar frjáls ferða sinna

Kólumbíski kókaínbraskarinn Fabio Ochoa Vasquez, sem var einn af stofnendum Medellínhringsins, er frjáls ferða sinna eftir að hafa setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl í tuttugu ár.

Erlent
Fréttamynd

Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flug­vellinum

Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 

Innlent
Fréttamynd

Vísað úr landi með föður sem hafi af­salað sér for­sjá

Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum.

Innlent
Fréttamynd

Yung Filly á­kærður fyrir nauðgun og líkams­á­rás

Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Lífið
Fréttamynd

WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól

Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.

Innherji