Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:33 Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun