Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2025 18:32 Tottenham Hotspur hefur ekki átt góðu gengi að fagna í ensku úrvalsdeildinni en getur enn unnið Evrópudeildina. EPA-EFE/ANDY RAIN Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Heimamenn virtust ekki vera með á því að gestirnir væru spútniklið tímabilsins og komust yfir strax eftir 39 sekúndur. Brennan Johnson með markið eftir undirbúning Richarlison. Staðan orðin 1-0 og heimamenn í góðum gír. Um var að ræða fljótasta mark í sögu undanúrslita Evrópudeildarinnar. Þegar rúmur hálftími var liðinn tvöfaldaði James Maddison forystuna með góðu skoti eftir að Pedro Porro sendi boltann fyrir markið. Maddison fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti frábært skot niðri í vinstra hornið sem Nikita Haikin réð ekki við marki Bodö/Glimt. Maddison, we've seen that before 👀#UEL https://t.co/poHtMProYf— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 1, 2025 Þegar klukkustund var liðin fengu heimamenn vítaspyrnu. Dominic Solanke fór á punktinn og skoraði þriðja mark heimamanna. Sigur kvöldsins endanlega í höfn á þessum tímapunkti og Spurs svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar. Undir lok leiks minnkaði Ulrik Saltnes muninn í 3-1 eftir undirbúning Jeppe Kjær. Markið gefur norska liðinu ákveðna von þar sem það er gríðarlega erfitt heim að sækja. Lokatölur í Lundúnum hins vegar 3-1 og Tottenham í góðum málum þrátt fyrir mark gestanna undir lok leiks. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti
Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Heimamenn virtust ekki vera með á því að gestirnir væru spútniklið tímabilsins og komust yfir strax eftir 39 sekúndur. Brennan Johnson með markið eftir undirbúning Richarlison. Staðan orðin 1-0 og heimamenn í góðum gír. Um var að ræða fljótasta mark í sögu undanúrslita Evrópudeildarinnar. Þegar rúmur hálftími var liðinn tvöfaldaði James Maddison forystuna með góðu skoti eftir að Pedro Porro sendi boltann fyrir markið. Maddison fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti frábært skot niðri í vinstra hornið sem Nikita Haikin réð ekki við marki Bodö/Glimt. Maddison, we've seen that before 👀#UEL https://t.co/poHtMProYf— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 1, 2025 Þegar klukkustund var liðin fengu heimamenn vítaspyrnu. Dominic Solanke fór á punktinn og skoraði þriðja mark heimamanna. Sigur kvöldsins endanlega í höfn á þessum tímapunkti og Spurs svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar. Undir lok leiks minnkaði Ulrik Saltnes muninn í 3-1 eftir undirbúning Jeppe Kjær. Markið gefur norska liðinu ákveðna von þar sem það er gríðarlega erfitt heim að sækja. Lokatölur í Lundúnum hins vegar 3-1 og Tottenham í góðum málum þrátt fyrir mark gestanna undir lok leiks.