Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 16:00 Núnez, Jota og Díaz eru allir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. Ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þrjá úr framlínu liðsins í sumar og vilji þá sérstaklega halda í Díaz. Clive Brunskill/Getty Images Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira