Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 16:00 Núnez, Jota og Díaz eru allir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. Ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þrjá úr framlínu liðsins í sumar og vilji þá sérstaklega halda í Díaz. Clive Brunskill/Getty Images Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Chris Bascombe á The Telegraph greinir frá. Fjallað hefur verið ítrekað um áhuga frá Sádi-Arabíu á Darwin Núnez og Luis Díaz og þá er Diogo Jota einnig sagður vekja áhuga í olíuveldinu. Ekki liggur fyrir hvaða lið í deildinni sækist eftir Jota en sex lið í sádísku deildinni, þau þrjú ríkustu, eru í eigu PIF, opinbers fjárfestingarsjóðs sádíska ríkisins. Jota hefur gengið illa í markaskorun síðustu vikur en eftir að hann sneri til baka úr meiðslum í febrúar hefur hann aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Stjórnarmenn Liverpool eru sagðir opnir fyrir því að skoða tilboð í Jota sem hefur átt í meiðslavandræðum reglulega síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2020. Líklegast þykir að Núnez yfirgefi Liverpool í sumar. Úrúgvæanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi og skrautleg frammistaða hans á köflum geri að verkum að krafta hans verði ekki óskað eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur. Auk þess að vera orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur Núnez einnig verið orðaður við Newcastle og Nottingham Forest á Englandi. Fátt hefur heyrst af samningaviðræðum Liverpool við Díaz að undanförnu en hann á tvö ár eftir að samningi sínum við Liverpool. Hann hefur auk Al-Nassr í Sádi-Arabíu einnig verið orðaður við Barcelona á Spáni. Fregnir frá Englandi herma að stjórnarmenn hjá Liverpool stefni á samningaviðræður við Kólumbíumanninn í sumar. Hyggjast sækja framherja Fregnir frá Bretlandseyjum herma að stjórnarmenn hjá Liverpool séu reiðubúnir að bjóða Arne Slot, stjóra liðsins, upp á sögulega háar fjárhæðir til leikmannakaupa í sumar í von um að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér nýliðna helgi. Breytinga megi vænta á leikmannahópnum en Federico Chiesa er eini leikmaðurinn sem Liverpool keypti síðasta sumar, og það á slikk frá Juventus. Liverpool leitar að framherja til að leiða línuna og hafa þeir Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt hvað helst verið orðaðir við liðið. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, sé þá á blaði í kantstöðurnar. Búast má við kaupum á vinstri bakverði, líklegast öðrum leikmanni Bournemouth, Ungverjanum Milos Kerkez, auk þess sem liðið leiti styrkingar á miðsvæðinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira