Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 21:45 Chido Obi er 17 ára framherji sem gæti mögulega fengið fyrsta byrjunarliðsleik sinn hjá Manchester United gegn Brentford á sunnudaginn. Getty/Ash Donelon Leikmennirnir ungu Chido Obi og Sekou Kone voru hafðir með í hópi Manchester United sem ferðaðist til Spánar fyrir leikinn við Athletic Bilbao annað kvöld en mega samt ekki spila. Rúben Amorim, stjóri United, ákvað að taka leikmennina með vegna þess að United mun dvelja áfram á Spáni nóttina eftir leikinn og þeir geta þá tekið þátt í æfingu þar á föstudaginn. Þar með er allt útlit fyrir að þeir muni spila leikinn við Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, leik sem kemur á milli leikjanna mikilvægu við Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Obi kom til United frá Arsenal og Kone frá Guidars í Malí fyrr á þessari leiktíð og því gat United ekki sett þá á B-lista yfir leikmenn sem hægt væri að nýta í Evrópudeildinni. Diallo og De Ligt snúa aftur Hinn 17 ára Chido hefur komið sex sinnum inn á sem varamaður hjá United í deildinni en Kone, sem er 19 ára, á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og ljóst er að það breytist ekki á morgun. Amad Diallo og Matthijs de Ligt eru hins vegar til taks eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla - Diallo síðan í febrúar og De Ligt í mánuð, vegna ökklameiðsla. Fyrri leikur Athletic Bilbao og United hefst klukkan 19 annað kvöld og seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Á sama tíma mætast Tottenham og norska liðið Bodö/Glimt í hinu undanúrslitaeinvíginu. Enski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Rúben Amorim, stjóri United, ákvað að taka leikmennina með vegna þess að United mun dvelja áfram á Spáni nóttina eftir leikinn og þeir geta þá tekið þátt í æfingu þar á föstudaginn. Þar með er allt útlit fyrir að þeir muni spila leikinn við Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, leik sem kemur á milli leikjanna mikilvægu við Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Obi kom til United frá Arsenal og Kone frá Guidars í Malí fyrr á þessari leiktíð og því gat United ekki sett þá á B-lista yfir leikmenn sem hægt væri að nýta í Evrópudeildinni. Diallo og De Ligt snúa aftur Hinn 17 ára Chido hefur komið sex sinnum inn á sem varamaður hjá United í deildinni en Kone, sem er 19 ára, á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og ljóst er að það breytist ekki á morgun. Amad Diallo og Matthijs de Ligt eru hins vegar til taks eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla - Diallo síðan í febrúar og De Ligt í mánuð, vegna ökklameiðsla. Fyrri leikur Athletic Bilbao og United hefst klukkan 19 annað kvöld og seinni leikurinn er svo á Old Trafford eftir viku. Á sama tíma mætast Tottenham og norska liðið Bodö/Glimt í hinu undanúrslitaeinvíginu.
Enski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira