Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 09:32 Þorsteinn Halldórsson lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu Glódísar við upphaf síðasta landsliðsverkefnis. Glódís hefur verið að glíma við meiðsli en er á góðri leið. Getty/Alex Nicodim Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Glódís spilaði rúman stundarfjórðung með Bayern Munchen gegn Freiburg á dögunum og skoraði markið sem innsiglaði meistaratitilinn í þýsku deildinni. Hún er klár í að byrja bikarúrslitaleik gegn Werder Bremen í dag en hefur þurft að passa afar vel upp á sig undanfarnar vikur. Á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Noregi í síðasta landsleikjaglugga sem Glódís missti af var landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu Glódísar og mögulegri þátttöku hennar á komandi Evrópumóti landsliða í Sviss í sumar. Svar Þorsteins var á þessa leið: Ég hef áhyggjur af þessu en auðvitað verður maður að vera bjartsýnn en raunsætt getur klárlega komið til þess að hún spili ekki á EM en við verðum að vona það besta og vonandi klárar Bayern þessa helvítis deild sem fyrst. Glódís skilur áhyggjur Þorsteins en er sjálf bjartsýn. „Eitt af því sem ég hef lært með því að ganga í gegnum þetta er að vera ekki að eyða of miklum pælingum í hluti sem ég get ekki stjórnað. Þetta er eitt af því. Ég hef þurft að taka þetta dag frá degi og í rauninni hefur endurhæfingin mín verið þannig að ég mæti á morgnanna og við sjúkraþjálfarinn minn tökum stöðuna, sjáum hvað ég get gert og hvað ekki. Ég hef því aldrei vitað neina áætlun fram í tímann þannig lagað.“ „Eins og er hef ég engar áhyggjur. Auðvitað skil ég samt hvað hann er að segja af því að þetta eru álagsmeiðsl. Maður veit ekki hvort þetta geti komið allt í einu aftur eða hvernig það verður. Ég er á góðri leið núna, tek þetta dag frá degi. Það er þannig sem mér finnst best að takast á við þetta. Ef það heldur áfram að ganga eins vel og það hefur gengið síðustu daga þá hef ég ekki miklar áhyggjur eins og er allavegana.“ Var ákveðið áfall Glódís hefur í raun verið að feta ótroðnar slóðir hvað sig varðar vegna þess að hún hefur verið það lánsöm í gegnum sinn feril að haldast nær meiðslalaus og til marks um það hafði hún ekki misst af landsliðsverkefni frá því að hún kom fyrst inn í landsliðið árið 2012. „Þetta hefur verið gríðarlega skrýtið. Við höfum grínast með það, ég og sjúkraþjálfarar Bayern, að þeir þekktu mig ekki neitt áður en núna þekkja þeir mig gríðarlega vel því ég er hjá þeim öllum stundum og í einhvern veginn allt öðruvísi hlutverki. Álagsmeiðsl eins og beinmar í hné eru ekki auðveld viðureignar. „Þetta var ákveðið áfall og ég held ég hafi ekki verið tilbúinn í að takast á við það því ég reyndi að spila í gegnum meiðslin og verkinn í nánast mánuð áður en ég horfðist í augu við að það væri ekki hægt að halda svona áfram. Það var mjög erfitt að sætta sig við það og gríðarlega erfitt að geta ekki verið með landsliðinu í síðasta verkefni. Ég hafði aldrei misst af landsliðsverkefni og það var ótrúlega sárt að geta ekki verið með og þurfa að horfa á þetta allt saman í sjónvarpinu. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsinsVísir/Hulda Margrét „Manni leið eins og þetta væri ekki að gerast í alvörunni, að þetta væri ekki raunveruleikinn. Sama með leikina með Bayern þegar að ég hef þurft að vera heima og horfa á þá í sjónvarpinu. Það hefur verið gríðarlega sárt og erfitt. Maður hefur þurft að finna gleðina í einhverju öðru og takast á við þetta verkefni sem mér var gefið. Af því að þetta eru álagsmeiðsl þá eru þau kannski að gera vart um sig í ljósi þess að ég hef verið mjög mikið að spila og hef verið gríðarlega heppin hingað til með allt annað. Þetta var kannski líkaminn að segja mér að ég gæti ekki gert það endalaust. Þetta er búinn að vera gríðarlega erfiður tími og ég vona að ég sé komin í gegnum erfiðasta tímann núna og er mjög bjartsýn fyrir framhaldinu.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira