Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar 27. apríl 2025 08:00 Er sanngjarnt að greitt sé gjald fyrir notkun á sjávarauðlind þjóðarinnar? Já það er sanngjarnt. Auðlindagjöld sem nálgun í nýtingu takmarkaðra auðlinda er alþjóðlega viðurkennd leið og það er réttlátt að þjóðin fái arð af verðmætum náttúruauðlindum sínum líkt og fisknum í sjónum. Þá er það næsta stóra spurning: Er svigrúm til að hækka veiðigjaldið? Já, það er svigrúm. Það er hins vegar mjög misjafnt eftir stærð útgerða, eðli vinnslunnar - og ekki sama hvernig það er útfært. Útfærslan hefur ólík áhrif á bæjarfélög og landshluta sem ríkisstjórninni ber skylda að horfa til. Greiningar og gögn skipta máli Þess vegna skipta greiningar og gögn máli; þær eru grunnur að því hvert ákvarðanir leiða okkur og hvort markmið, sem verða að vera vel skilgreind, náist. Þessu þarf ríkisstjórnin að sinna þannig að vel sé að verki staðið. Í rekstri er fyrirsjáanleiki líka grundvallaratriði. Því er eðlilegt að mikil breyting á veiðigjaldi með stuttum fyrirvara valdi titringi. Við verðum að tryggja að útflutningsgreinar Íslands séu sterkar, ekki síst nú þegar að óvissa í heiminum er mikil. Samkeppnishæfur aðgangur að alþjóðamörkuðum þrífst best í lygnu viðskiptaumhverfi en ekki í ólgusjó. Hótanir og herská orðræða er engum til gagns En það að útgerðin hóti lokun vinnslu; að skella í lás á landsbyggðinni um leið og hækkun gjalda eru nefnd á nafn myndar djúpa gjá í umræðunni og sú gjá er engum til góða. Hún er vatn á myllu frekari deilna. Hún mun ýta undir að sjávarútvegurinn verði talaður niður, í stað upp, í samfélaginu og auka pólitískt umrót hans og áskoranir. Saga margra byggðarlaga, eftir að kvótakerfinu var komið á, er oftar en ekki saga missis og deilna í stað sögu sóknar og trausts. Því þarf sjávarútvegurinn að nálgast orðræðu um gjöld af nýtingu auðlindarinnar af auðmýkt. Stjórnmálin mega heldur ekki með orðræðu sinni og yfirlýsingum nánast vinna að því að gera sjávarútveginn, hryggjarstykki í efnahagslífi Íslands, að einhvers konar sameiginlegum óvin þjóðarinnar. Það er hvorki gagnlegt né við hæfi. Það að hræða fólk - hvort sem er af útgerðinni eða ríkisstjórninni eins og umræðan er núna - er ekki góð leið til sátta almennt. Kjölfesta byggðarlaga á marga vegu Þar sem útgerðir hafa byggt upp og fest rætur hafa samfélög vissulega dafnað á marga vegu. Nægir að nefna Höfn, Dalvík og Vestmannaeyjar. Tekjur sveitarfélaga eru meiri vegna afleiddra starfa sem tengjast sjávarútvegi svo sem í vinnslu, hafnarstarfsemi og iðnaði. Þá eru fjölmargar þjónustugreinar, mennta- og menningarlíf háðar blómlegu atvinnulífi í sjávarbyggðum. Þetta víðfeðma net sem samfélög um allt land treysta á hvílir á grunni sjávarútvegsins og hefur þróun hans og styrkur til skemmri og lengri tíma því áhrif langt út fyrir starfsemi sjálfar útgerðirnar. Þess vegna skipta greiningar og samvinna máli svo að ákvarðanataka sé upplýst og vönduð, og áhættur við allar breytingar lágmarkaðar. Finnum farveg til samvinnu og samheldni Því miður er tilfinningin sú að endurtekin átök tengd þessum grunnatvinnuvegi hafi leitt af sér að fólki almennt þyki almennt minna vænt um sjávarútveginn en áður; grein sem ætti að vera sterkara sameinandi afl. Saga okkar er samofin sjósókn og þar höfum við höfum byggt upp einstaka þekkingu á heimsvísu. Í störfum mínum hjá utanríkisráðuneytinu og Harvard sótti ég reglulega stærstu sjávarútvegssýningar heims, fyrst í Brussel og síðar Boston, og upplifði svo sterkt að það horfa allir til Íslands í þessari mikilvægu grein. Verðmætasköpun og hátækni fyrir Ísland Mörg af áhugaverðustu hátæknifyrirtækjum sem Ísland hefur gefið af sér, svo sem Marel og Kerecis, hafa einmitt sprottið fram í gegnum sjávarútveginn. Sjá má gróskuna í nýsköpun tengd sjávarauðlindinni í starfsemi Sjávarklasans sem hýsir fjölmörg fyrirtæki. Sóknartækifærin eru mörg ekki síst á landsbyggðinni líkt og líftæknifyrirtækin Genís og Primex á Siglufirði, sem bæði bæta nýtingu sjávarafurða og auka verðmætasköpun, eru dæmi um. Greinin hefur líka náð árangri í loftslagsmálum í gegnum bætta orkunýtni fiskiskipa og er sú vegferð rétt að hefjast. Margt hefur áunnist og tækifærin sem rækta má og þróa eru óteljandi. Lægjum öldurnar Við höfum verið og verðum að vera áfram stolt af sjávarútveginum. Dýpri gjá og átök munu ekki leiða það af sér. Deilurnar snúast fyrst og fremst um veiðigjöldin; gjöld fyrir aðgengi að sameiginlegri auðlind íslensku þjóðarinnar og þangað á umræðan umfram allt að beinast. Þar bera ríkisstjórn og hagaðilar mikla ábyrgð á að ná lendingu sem stækkar kökuna fyrir samfélagið. Lægjum öldurnar. Hættum herskárri orðræðu og leitum vandaðra lausna í samvinnu og af yfirvegun. Fyrir þá sem sótt hafa sjóinn og þá sem sækja hann enn. Fyrir atvinnulíf um allt land. Fyrir okkur öll; fólkið í landinu, en ekki síst fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Er sanngjarnt að greitt sé gjald fyrir notkun á sjávarauðlind þjóðarinnar? Já það er sanngjarnt. Auðlindagjöld sem nálgun í nýtingu takmarkaðra auðlinda er alþjóðlega viðurkennd leið og það er réttlátt að þjóðin fái arð af verðmætum náttúruauðlindum sínum líkt og fisknum í sjónum. Þá er það næsta stóra spurning: Er svigrúm til að hækka veiðigjaldið? Já, það er svigrúm. Það er hins vegar mjög misjafnt eftir stærð útgerða, eðli vinnslunnar - og ekki sama hvernig það er útfært. Útfærslan hefur ólík áhrif á bæjarfélög og landshluta sem ríkisstjórninni ber skylda að horfa til. Greiningar og gögn skipta máli Þess vegna skipta greiningar og gögn máli; þær eru grunnur að því hvert ákvarðanir leiða okkur og hvort markmið, sem verða að vera vel skilgreind, náist. Þessu þarf ríkisstjórnin að sinna þannig að vel sé að verki staðið. Í rekstri er fyrirsjáanleiki líka grundvallaratriði. Því er eðlilegt að mikil breyting á veiðigjaldi með stuttum fyrirvara valdi titringi. Við verðum að tryggja að útflutningsgreinar Íslands séu sterkar, ekki síst nú þegar að óvissa í heiminum er mikil. Samkeppnishæfur aðgangur að alþjóðamörkuðum þrífst best í lygnu viðskiptaumhverfi en ekki í ólgusjó. Hótanir og herská orðræða er engum til gagns En það að útgerðin hóti lokun vinnslu; að skella í lás á landsbyggðinni um leið og hækkun gjalda eru nefnd á nafn myndar djúpa gjá í umræðunni og sú gjá er engum til góða. Hún er vatn á myllu frekari deilna. Hún mun ýta undir að sjávarútvegurinn verði talaður niður, í stað upp, í samfélaginu og auka pólitískt umrót hans og áskoranir. Saga margra byggðarlaga, eftir að kvótakerfinu var komið á, er oftar en ekki saga missis og deilna í stað sögu sóknar og trausts. Því þarf sjávarútvegurinn að nálgast orðræðu um gjöld af nýtingu auðlindarinnar af auðmýkt. Stjórnmálin mega heldur ekki með orðræðu sinni og yfirlýsingum nánast vinna að því að gera sjávarútveginn, hryggjarstykki í efnahagslífi Íslands, að einhvers konar sameiginlegum óvin þjóðarinnar. Það er hvorki gagnlegt né við hæfi. Það að hræða fólk - hvort sem er af útgerðinni eða ríkisstjórninni eins og umræðan er núna - er ekki góð leið til sátta almennt. Kjölfesta byggðarlaga á marga vegu Þar sem útgerðir hafa byggt upp og fest rætur hafa samfélög vissulega dafnað á marga vegu. Nægir að nefna Höfn, Dalvík og Vestmannaeyjar. Tekjur sveitarfélaga eru meiri vegna afleiddra starfa sem tengjast sjávarútvegi svo sem í vinnslu, hafnarstarfsemi og iðnaði. Þá eru fjölmargar þjónustugreinar, mennta- og menningarlíf háðar blómlegu atvinnulífi í sjávarbyggðum. Þetta víðfeðma net sem samfélög um allt land treysta á hvílir á grunni sjávarútvegsins og hefur þróun hans og styrkur til skemmri og lengri tíma því áhrif langt út fyrir starfsemi sjálfar útgerðirnar. Þess vegna skipta greiningar og samvinna máli svo að ákvarðanataka sé upplýst og vönduð, og áhættur við allar breytingar lágmarkaðar. Finnum farveg til samvinnu og samheldni Því miður er tilfinningin sú að endurtekin átök tengd þessum grunnatvinnuvegi hafi leitt af sér að fólki almennt þyki almennt minna vænt um sjávarútveginn en áður; grein sem ætti að vera sterkara sameinandi afl. Saga okkar er samofin sjósókn og þar höfum við höfum byggt upp einstaka þekkingu á heimsvísu. Í störfum mínum hjá utanríkisráðuneytinu og Harvard sótti ég reglulega stærstu sjávarútvegssýningar heims, fyrst í Brussel og síðar Boston, og upplifði svo sterkt að það horfa allir til Íslands í þessari mikilvægu grein. Verðmætasköpun og hátækni fyrir Ísland Mörg af áhugaverðustu hátæknifyrirtækjum sem Ísland hefur gefið af sér, svo sem Marel og Kerecis, hafa einmitt sprottið fram í gegnum sjávarútveginn. Sjá má gróskuna í nýsköpun tengd sjávarauðlindinni í starfsemi Sjávarklasans sem hýsir fjölmörg fyrirtæki. Sóknartækifærin eru mörg ekki síst á landsbyggðinni líkt og líftæknifyrirtækin Genís og Primex á Siglufirði, sem bæði bæta nýtingu sjávarafurða og auka verðmætasköpun, eru dæmi um. Greinin hefur líka náð árangri í loftslagsmálum í gegnum bætta orkunýtni fiskiskipa og er sú vegferð rétt að hefjast. Margt hefur áunnist og tækifærin sem rækta má og þróa eru óteljandi. Lægjum öldurnar Við höfum verið og verðum að vera áfram stolt af sjávarútveginum. Dýpri gjá og átök munu ekki leiða það af sér. Deilurnar snúast fyrst og fremst um veiðigjöldin; gjöld fyrir aðgengi að sameiginlegri auðlind íslensku þjóðarinnar og þangað á umræðan umfram allt að beinast. Þar bera ríkisstjórn og hagaðilar mikla ábyrgð á að ná lendingu sem stækkar kökuna fyrir samfélagið. Lægjum öldurnar. Hættum herskárri orðræðu og leitum vandaðra lausna í samvinnu og af yfirvegun. Fyrir þá sem sótt hafa sjóinn og þá sem sækja hann enn. Fyrir atvinnulíf um allt land. Fyrir okkur öll; fólkið í landinu, en ekki síst fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun