Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 13. apríl 2025 08:02 Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi höfum lagt áherslu á að skila ábata af góðum rekstri bæjarins til íbúa, bæði í formi skattalækkana og bættrar þjónustu. Þessar áherslur endurspeglast meðal annars í lækkun fasteignaskatta fyrir um milljarð króna það sem af er kjörtímabili svo tekið sé dæmi. Það er um leið meðvituð ákvörðun okkar sem stýrum bæjarfélaginu að halda aftur að útgjaldavexti, enda höfum við séð fjölmörg dæmi þar sem ósjálfbær skuldasöfnun sveitarfélaga leiðir óhjákvæmilega til skattahækkana eða skerðingar á þjónustu síðar meir. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 endurspeglar okkar áherslur. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega á árinu 2024 og er rekstrarafgangur á samstæðunni 4,6 milljarðar króna og hefur afkoman hefur ekki mælst betri í 17 ár. Áhersla á aðhald og góðan rekstur auk úthlutun lóða í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring á sterkri afkomu. Þá er veltufé frá rekstri jákvætt um 4,8 milljarð króna sem er það fjármagn sem reksturinn skilar til að greiða niður skuldir eða ráðast í framkvæmdir. Heildarskuldir Kópavogsbæjar lækka að raunvirði og skuldaviðmið lækka og eru langt undir lögbundnu hámarki. Rekstur Kópavogsbæjar byggir á góðum grunni og við búum vel að því að hafa greitt niður skuldir undanfarin ár. Hagræðing skilaði fimmfaldri gestaaukning Á hverju tíma þurfum við að huga að því hvernig unnt sé að hagræða betur og nýta með skynsamari hætti fjármuni bæjarbúa. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist markvisst í hagræðingar á hverju ári, samtals um 850 milljónir króna. Í pólitískri umræðu er stundum lagt að jöfnu niðurskurð og hagræðingu. Hér er þó um tvo ólíka hluti að ræða. Niðurskurður er skerðing á þjónustu. Aftur á móti er hagræðing fólgin í því að nýta betur skattfé almennings fyrir sömu eða jafnvel betri þjónustu. Hjá Kópavogsbæ hefur verið forgangsmál að efla þjónustu við bæjarbúa en um leið að láta skynsemi ráða för við nýtingu hinna takmörkuðu fjármuna sem úr er að spila. Gott dæmi um það eru breyttar áherslur í rekstri menningarhúsa bæjarins. Við boðuðum breytingar á rekstrinum með það að markmiði að efla menningarstarfið til dæmis með aukinni sjálfsafgreiðslu og breyttri nálgun með Náttúrufræðistofu. Fyrstu mánuði eftir að við opnuðum nýja menningarmiðju með þessum breyttu áherslum þá fimmfaldaðist gestafjöldi í menningarhúsum Kópavogsbæjar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um hagræðingaraðgerðir sem hægt er að ráðast í en um leið efla þjónustu við bæjarbúa. Okkar áherslur eru áfram skýrar Kjörnir fulltrúar gegna mikilvægu hlutverki, íbúar kjósa okkur til að standa vörð um þá þjónustu sem bæjarbúar treysta á að sé í lagi. Okkar áherslur eru skýrar, þær felast í því að tryggja góðan rekstur og skila ábatanum til bæjarbúa í formi lægri skatta og bættrar þjónustu. Við trúum því að þetta eru réttar áherslur sem hið opinbera ætti ávallt að setja í forgang. Það munum við gera áfram í Kópavogi undir okkar forystu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun