Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir, Þórný Hlynsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifa 10. apríl 2025 22:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Bókmenntir Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun