Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2025 08:30 Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Tryggja þarf framúrskarandi menntun fyrir börn í samfélaginu okkar. Til að svo megi verða, þarf að efla stöðu skólakerfisins og skapa umhverfi þar sem kennarastarfið er eftirsóknarvert. Með því leggjum við grunn að betri námsárangri og líðan nemenda. Þess vegna studdi ég þær breytingar sem felast í nýgerðum kjarasamningi kennara. Samningurinn felur í sér mikilvægt skref í átt að hlutlægu og málefnalegu mati á starfi og virði kennara. Menntamál eru einn stærsti málaflokkur sveitarfélaga og skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Í Kópavogi er lögð rík áhersla á öflugt skólastarf. Sem bæjarstjóri hef ég heimsótt alla grunnskóla bæjarins, átt samtöl við nemendur, kennara, skólastjórnendur og foreldra, sem hefur dýpkað skilning minn á þeim áskorunum sem blasa við í íslensku skólakerfi. Þótt stjórnvöld beri ríka ábyrgð á stöðu grunnskólanna – til að mynda með tilliti til samræmds námsmats – eru einnig fjölmörg tækifæri til umbóta á hendi sveitarfélaganna. Í Kópavogi hyggjumst við fylgja eftir nýjum kjarasamningi kennara og hrinda í framkvæmd markvissum umbóta aðgerðum sem styrkja skólastarf og nám til framtíðar. Þessar aðgerðir verða þróaðar í nánu samstarfi við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Fjárhagsleg ábyrgð og hagræðing í rekstri Nýgerðir kjarasamningar kennara hafa í för með sér viðbótarkostnað, sem sveitarfélög gerðu sér grein fyrir við undirritun samninganna. Fyrir Kópavogsbæ eru fjárhagsleg áhrif vegna þeirra um 670 milljónir króna á ársgrundvelli, umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Við þessar aðstæður var nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í kjölfarið var farið í heildstæða greiningu á rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að finna leiðir til hagræðingar og breyttrar forgangsröðunar fjármuna sem ekki hefðu neikvæð áhrif á þjónustu við bæjarbúa. Tillögur sem nú hafa hlotið samþykki bæjarstjórnar fela í sér aðgerðir að fjárhæð 680 milljónir króna á ársgrundvelli. Meðal þeirra eru: Lækkun starfshlutfalls og því launa kjörinna fulltrúa um 10%. Launafrysting lykilstjórnenda til júlí 2026. Launalækkun bæjarstjóra, bæði sem kjörinn fulltrúi með 10% launalækkun og sem stjórnandi með launafrystingu í 15 mánuði. Skipulagsbreytingar sem stuðla að verulegri hagræðingu. Samdráttur í aðkeyptri þjónustu og rekstrarkostnaði stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum ábyrgum hætti í þágu kennara, barna og skólastarfs í Kópavogi með samþykkt kjarasamninga. Þær aðgerðir sem við höfum boðað eru að mínum dómi bæði skynsamar og raunhæfar. Þær tryggja að áfram verði veitt vönduð og góð þjónusta í Kópavogi. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun