Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers, Guðrún Elsa Bragadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Brúsi Ólason, Erlendur Sveinsson og Heather Millard skrifa 8. apríl 2025 13:00 Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. Þar talar þú m.a. um að það hafi verið „mistök“ og „hreint skemmdarverk“ að stofna deildina okkar, og gengur svo langt að kalla námið „bara eitthvað rusl.“ Undir venjulegum kringumstæðum myndum við láta slíkar ákúrur sem vind um eyru þjóta, en í ljósi þess hversu skakka mynd þú dregur upp, virtur kvikmyndaleikstjóri sem ætla má að nemendur okkar líti upp til, þykir okkur ástæða til þess að svara og leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem þú setur fram um deildina okkar og stöðu íslenskrar kvikmyndamenntunar. Eins og þú veist var deildin okkar stofnuð eftir langa baráttu fagfólks úr íslenska kvikmyndasamfélaginu fyrir því að boðið yrði upp á háskólanám í kvikmyndagerð hér á landi, sem myndi uppfylla ströngustu gæðakröfur. Námið sem við höfum verið að byggja upp er viðbragð við þessu ákalli, en líka við úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét gera á stöðu kvikmyndamenntunar á Íslandi árið 2012. Ein helsta niðurstaða skýrslu ráðuneytisins var að menntun og reynsla í kvikmyndatækni stæði vel hér á landi, en þörf væri á háskólanámi sem legði höfuðáherslu á listræna þætti kvikmyndagerðar, sem best færi á að stofna innan Listaháskóla Íslands. Í kjölfarið var ráðist í stefnumótun um kvikmyndamenntun þar sem leitað var til erlendra sérfræðinga á sviðinu og komust þeir að sömu niðurstöðu. Annar sérfræðinganna var Henning Camre, fyrrverandi skólastjóri bæði Den Danske Filmskole og The National Film and Television School í Englandi, sem og fyrrverandi stórlax í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla. Þegar þú heldur því fram að Kvikmyndaskóli Íslands sé í hópi bestu kvikmyndaskóla í heimi er það einmitt með skírskotun til aðildar skólans að CILECT, en það er kannski rétt að árétta það hér að CILECT hefur aldrei gefið sig út fyrir það að meta hvaða skólar séu þeir bestu í heimi, né sett það viðmið að aðeins þeir bestu geti orðið meðlimir í samtökunum. Þvert á móti þá stendur öllum kvikmyndaskólum til boða að gerast meðlimir í CILECT svo lengi sem þeir hafa verið starfræktir með lögmætum hætti í fimm ár, en nýja deildin okkar verður auðvitað fullgildur meðlimur þegar að því kemur. Við erum auk þess þegar meðlimir í tveimur mikilvægum svæðisbundnum samstarfsnetum, NordFilm og Nordicil, þar sem við eigum í virku samstarfi með m.a. Danska kvikmyndaskólanum, Listaháskólanum í Stokkhólmi og Norska kvikmyndaskólanum við að skapa tækifæri fyrir nemendur okkar utan landsteinanna. Nemendur við kvikmyndalistadeild LHÍ eiga kost á því að fara í starfsnám erlendis, en þeim stendur líka til boða að fara í styttri ferðir og taka þátt í ýmiss konar námskeiðum, sem og kvikmyndahátíðum og -mörkuðum, þar sem þeir fá tækifæri til að mynda tengsl við jafningja sína og starfandi kvikmyndagerðarmenn í öðrum löndum. Heimurinn hefur líklega aldrei verið jafn opinn ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki frá Íslandi. Þú fórst ekki í neinar grafgötur með skoðanir þínar á BA-náminu okkar á Samstöðinni um daginn, en það var ekki að heyra á þér að þú þekktir starfsemi deildarinnar vel. Kennsluskráin byggir á áratugalangri rannsóknar- og þróunarvinnu og samansafnaðri reynslu bæði Íslendinga og Íslandsvina sem hafa menntað sig í bestu kvikmyndaskólum sem völ er á. Námið hefur mótast af samræðum við samstarfsskóla í hæsta gæðaflokki og er sniðið að þörfum íslenska kvikmyndaiðnaðarins, sem er ört vaxandi og síbreytilegur. Nemendur okkar fá kennslu í sex lykilgreinum kvikmyndagerðar, en þurfa þar að auki að hugsa um listsköpun sína í fræðilegu samhengi. Þau læra akademísk vinnubrögð og rannsóknaraðferðir, læra að vinna saman að stærri markmiðum, að hugsa í lausnum, beita gagnrýnni hugsun og taka áhrif verka sinna á bæði samfélag og umhverfi með í reikninginn. Þótt deildin okkar sé ekki nema að verða þriggja ára gömul getum við státað okkur af sérlega hæfileikaríkum nemendum sem hafa þegar vakið athygli utan veggja skólans. Ef við lítum bara á skólaárið sem nú er að líða, þá tóku nemendur okkar þátt í Nordisk Panorama, unnu bæði verðlaunin í nemendaflokki á RIFF, hösluðu sér völl í öllum stuttmyndaflokkum Sprettfisks á Stockfish 2025, og munu fljótlega verða fyrst til að taka þátt í Nordic Talents á vegum íslenskrar menntastofnunar. Margir nemendanna hafa þegar lagt sitt af mörkum í menningarstarfsemi og kvikmyndaiðnaði, á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í starfsnáminu sem er hluti af skyldunámi þeirra á þriðja ári. Hafir þú ekki tekið eftir þeim nú þegar, kæri Friðrik, þá hlýtur að koma að því fyrr en síðar. Í vor mun svo fyrsti árgangurinn útskrifast og sá sögulegi atburður eiga sér stað að nemendur útskrifast í fyrsta sinn með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Þessi áfangi er afrakstur áratugalangrar, þrotlausrar vinnu margra kollega þinna og vina. Þetta er mikilvægt tilefni sem kvikmyndagerðarsamfélagið ætti að fagna í sameiningu. Í þeim anda viljum við bjóða þér að halda með okkur upp á árangurinn sem hefur náðst. Þú ert hjartanlega velkominn á kvikmyndahátíðina Filmu, þar sem stuttmyndir eftir nemendur okkar verða sýndar almennum áhorfendum, en hún stendur yfir frá 27.–29. maí nk. í Bíó Paradís. Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar er björt. Virðingarfyllst, Steven MeyersGuðrún Elsa BragadóttirÁsa Helga HjörleifsdóttirBrúsi ÓlasonErlendur SveinssonHeather Millard Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. Þar talar þú m.a. um að það hafi verið „mistök“ og „hreint skemmdarverk“ að stofna deildina okkar, og gengur svo langt að kalla námið „bara eitthvað rusl.“ Undir venjulegum kringumstæðum myndum við láta slíkar ákúrur sem vind um eyru þjóta, en í ljósi þess hversu skakka mynd þú dregur upp, virtur kvikmyndaleikstjóri sem ætla má að nemendur okkar líti upp til, þykir okkur ástæða til þess að svara og leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem þú setur fram um deildina okkar og stöðu íslenskrar kvikmyndamenntunar. Eins og þú veist var deildin okkar stofnuð eftir langa baráttu fagfólks úr íslenska kvikmyndasamfélaginu fyrir því að boðið yrði upp á háskólanám í kvikmyndagerð hér á landi, sem myndi uppfylla ströngustu gæðakröfur. Námið sem við höfum verið að byggja upp er viðbragð við þessu ákalli, en líka við úttekt sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét gera á stöðu kvikmyndamenntunar á Íslandi árið 2012. Ein helsta niðurstaða skýrslu ráðuneytisins var að menntun og reynsla í kvikmyndatækni stæði vel hér á landi, en þörf væri á háskólanámi sem legði höfuðáherslu á listræna þætti kvikmyndagerðar, sem best færi á að stofna innan Listaháskóla Íslands. Í kjölfarið var ráðist í stefnumótun um kvikmyndamenntun þar sem leitað var til erlendra sérfræðinga á sviðinu og komust þeir að sömu niðurstöðu. Annar sérfræðinganna var Henning Camre, fyrrverandi skólastjóri bæði Den Danske Filmskole og The National Film and Television School í Englandi, sem og fyrrverandi stórlax í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla. Þegar þú heldur því fram að Kvikmyndaskóli Íslands sé í hópi bestu kvikmyndaskóla í heimi er það einmitt með skírskotun til aðildar skólans að CILECT, en það er kannski rétt að árétta það hér að CILECT hefur aldrei gefið sig út fyrir það að meta hvaða skólar séu þeir bestu í heimi, né sett það viðmið að aðeins þeir bestu geti orðið meðlimir í samtökunum. Þvert á móti þá stendur öllum kvikmyndaskólum til boða að gerast meðlimir í CILECT svo lengi sem þeir hafa verið starfræktir með lögmætum hætti í fimm ár, en nýja deildin okkar verður auðvitað fullgildur meðlimur þegar að því kemur. Við erum auk þess þegar meðlimir í tveimur mikilvægum svæðisbundnum samstarfsnetum, NordFilm og Nordicil, þar sem við eigum í virku samstarfi með m.a. Danska kvikmyndaskólanum, Listaháskólanum í Stokkhólmi og Norska kvikmyndaskólanum við að skapa tækifæri fyrir nemendur okkar utan landsteinanna. Nemendur við kvikmyndalistadeild LHÍ eiga kost á því að fara í starfsnám erlendis, en þeim stendur líka til boða að fara í styttri ferðir og taka þátt í ýmiss konar námskeiðum, sem og kvikmyndahátíðum og -mörkuðum, þar sem þeir fá tækifæri til að mynda tengsl við jafningja sína og starfandi kvikmyndagerðarmenn í öðrum löndum. Heimurinn hefur líklega aldrei verið jafn opinn ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki frá Íslandi. Þú fórst ekki í neinar grafgötur með skoðanir þínar á BA-náminu okkar á Samstöðinni um daginn, en það var ekki að heyra á þér að þú þekktir starfsemi deildarinnar vel. Kennsluskráin byggir á áratugalangri rannsóknar- og þróunarvinnu og samansafnaðri reynslu bæði Íslendinga og Íslandsvina sem hafa menntað sig í bestu kvikmyndaskólum sem völ er á. Námið hefur mótast af samræðum við samstarfsskóla í hæsta gæðaflokki og er sniðið að þörfum íslenska kvikmyndaiðnaðarins, sem er ört vaxandi og síbreytilegur. Nemendur okkar fá kennslu í sex lykilgreinum kvikmyndagerðar, en þurfa þar að auki að hugsa um listsköpun sína í fræðilegu samhengi. Þau læra akademísk vinnubrögð og rannsóknaraðferðir, læra að vinna saman að stærri markmiðum, að hugsa í lausnum, beita gagnrýnni hugsun og taka áhrif verka sinna á bæði samfélag og umhverfi með í reikninginn. Þótt deildin okkar sé ekki nema að verða þriggja ára gömul getum við státað okkur af sérlega hæfileikaríkum nemendum sem hafa þegar vakið athygli utan veggja skólans. Ef við lítum bara á skólaárið sem nú er að líða, þá tóku nemendur okkar þátt í Nordisk Panorama, unnu bæði verðlaunin í nemendaflokki á RIFF, hösluðu sér völl í öllum stuttmyndaflokkum Sprettfisks á Stockfish 2025, og munu fljótlega verða fyrst til að taka þátt í Nordic Talents á vegum íslenskrar menntastofnunar. Margir nemendanna hafa þegar lagt sitt af mörkum í menningarstarfsemi og kvikmyndaiðnaði, á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í starfsnáminu sem er hluti af skyldunámi þeirra á þriðja ári. Hafir þú ekki tekið eftir þeim nú þegar, kæri Friðrik, þá hlýtur að koma að því fyrr en síðar. Í vor mun svo fyrsti árgangurinn útskrifast og sá sögulegi atburður eiga sér stað að nemendur útskrifast í fyrsta sinn með háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla. Þessi áfangi er afrakstur áratugalangrar, þrotlausrar vinnu margra kollega þinna og vina. Þetta er mikilvægt tilefni sem kvikmyndagerðarsamfélagið ætti að fagna í sameiningu. Í þeim anda viljum við bjóða þér að halda með okkur upp á árangurinn sem hefur náðst. Þú ert hjartanlega velkominn á kvikmyndahátíðina Filmu, þar sem stuttmyndir eftir nemendur okkar verða sýndar almennum áhorfendum, en hún stendur yfir frá 27.–29. maí nk. í Bíó Paradís. Framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar er björt. Virðingarfyllst, Steven MeyersGuðrún Elsa BragadóttirÁsa Helga HjörleifsdóttirBrúsi ÓlasonErlendur SveinssonHeather Millard
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar