Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 19:37 Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar skjót viðbrögð við tíðindum síðustu viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi. Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi.
Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira