Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Barnavernd Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun