Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun