Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar 1. apríl 2025 14:00 Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun