Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar 1. apríl 2025 14:00 Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri. Þegar ráðherra efast opinberlega um fagmennsku skólameistara án staðfestra upplýsinga eða formlegrar málsmeðferðar, er ekki aðeins vegið að einstaklingi heldur trausti til skólasamfélagsins í heild. Það hefur áhrif langt út fyrir einstaka skóla – á allt menntakerfið og þá menningu sem við viljum rækta í samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Samhliða þessari umræðu hefur fjármálaáætlun mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrir árin 2026–2030 verið kynnt, þar sem gert er ráð fyrir lækkun útgjaldaramma framhaldsskólastigsins um 2,5 milljarða króna. Þetta gerist á sama tíma og sett eru háleit markmið um að efla starfsnám, bæta íslenskukennslu, styðja betur við fjölbreytta nemendahópa og fjölga útskrifuðum nemendum. Framhaldsskólar landsins takast nú þegar á við sífellt flóknari verkefni. Þeir sinna fjölbreyttum nemendahópi, innleiða nýjar námsbrautir og vinna markvisst að inngildingu, jöfnuði og vellíðan nemenda. Í slíku samhengi er niðurskurður ekki einfalt hagræðingarmál heldur þróun sem getur ógnað bæði gæðum náms og starfsumhverfi innan skólanna. Við skólameistarar erum tilbúin til að leiða umbætur og þróun. En það verður að byggja á traustu og áreiðanlegu rekstrarumhverfi, trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar dregið er úr fjármögnun og forystufólk í skólum verður fyrir opinberum ásökunum án málsmeðferðar, sendir það röng skilaboð – bæði til þeirra sem starfa innan skólanna og þeirra sem treysta þeim til verksins. Við köllum eftir því að markmið menntastefnunnar verði studd af raunhæfum fjárframlögum og yfirvegaðri umræðu. Aðeins þannig getum við byggt framtíðarmenntun sem hvílir á fagmennsku, trausti og stöðugleika – fyrir nemendur, kennara og þá framtíð sem við byggjum saman. Höfundur er formaður Skólameistarafélags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun