Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 1. apríl 2025 11:45 Undanfarna áratugi hefur afneitun loftslagsbreytinga farið minnkandi eftir því sem áhrif þeirra verða sýnilegri. Samt sem áður er tilhneiging til afneitunar enn til staðar og virðist jafnvel aukast í ákveðnum bergmálshellum. Misskilningur og rangar upplýsingar um orsakir og eðli loftslagsbreytinga eru enn á kreiki, oft drifnar áfram af hugmyndum um náttúrulegar sveiflur í loftslagi Jarðar. Hér förum við yfir sjö algengar mýtur um loftslagsbreytingar. 1. „Loftslagið hefur alltaf breyst náttúrulega.“ Sannarlega hefur loftslag Jarðar breyst í gegnum jarðsöguna, til dæmis með Milankovitch-sveiflum. En slík ferli gerast yfirleitt á löngum tímabilum, árþúsundum eða milljónum ára. Hlýnunin sem við sjáum nú er mun hraðari og ekkert náttúrulegt ferli skýrir þessa hröðu hækkun á CO₂ og hitastigi. Það er hins vegar skýrt samhengi milli losunar mannsins á koltvísýringi (t.d. með bruna jarðefnaeldsneytis og skógareyðingu) og núverandi hlýnunar. Meðalhiti Jarðar hefur hækkað um meira en 1,1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar, og síðustu tíu ár hafa verið þau hlýjustu sem skrásett hafa verið, þar sem ný hitamet er sett ár eftir ár. 2. „Það var mjög kalt síðasta vetur, svo hlýnunin hlýtur að vera uppspuni.“ Stundum er veðri og loftslagi ruglað saman. Veðurbreytingar vísa til sveiflna í veðri yfir stutt tímabil en loftslag vísar til veðurs á ákveðnu svæði yfir lengra tímabil. Jafnvel þó kalt hafi verið á afmörkuðu svæði eða tímabili, hefur hlýnun haldið áfram á heimsvísu. Reyndar geta röskuð vindakerfi vegna loftslagsbreytinga stundum valdið óvenjulegum kuldaköstum á ákveðnum stöðum. 3. „Hitamælingar ná aðeins aftur til 1800, en Jörðin er milljarða ára gömul.“ Sannleikurinn er sá að beinar mælingar á hita ná aðeins aftur til 19. aldar en vísindamenn nota margvísleg óbein gögn eins og ískjarna, trjáhringi, setlög úr hafsbotni o.s.frv. til að draga ályktanir um loftslag í fortíðinni. Þessar rannsóknir sýna að hlýnunin sem á sér stað nú er óvenjulega hröð í sögulegu samhengi. Til dæmis var koltvísýringsstyrkur hærri á dögum risaeðlanna, en samsetning landa heimsins var einnig allt öðruvísi. Þá voru miklar eldvirknis- og sólarbreytingar einnig í gangi. Þetta skapaði allt annað loftslagskerfi en það sem við búum við í dag. Að bera saman loftslög í fortíðinni við loftslagið í dag þegar aðrir þættir í náttúrunni voru einnig öðruvísi án þess að taka mið af þessum ólíku þáttum er villandi. 4. „CO₂ er aðeins 0,04% af lofthjúpnum, það getur varla haft svo stór áhrif.“ Jafnvel smáar agnir eða lítill styrkur efna geta haft gífurleg áhrif. CO₂ er snefilmagn í andrúmsloftinu en hefur úrslitaáhrif á varmajafnvægi Jarðar. Gögn úr ískjörnum sýna að breytingar á CO₂ haldast í hendur við hitasveiflur í jarðsögu jafnvel þegar tekið er tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á hitastig, eins og sólarvirkni og eldgos. Þetta gefur sterklega til kynna að orsakasamband sé á milli CO₂ og meðalhitastigs á Jörðinni. 5. „ Öfgaveður hefur ekki aukist vegna loftslagsbreytinga.“ Gögn og athuganir sýna skýrt að tíðni og styrkur öfgaveðra hefur aukist vegna loftslagsbreytinga. Hækkandi hitastig stuðlar að öflugri hitabylgjum, meiri úrkomu, langvarandi þurrkum og sterkari fellibyljum. Hlýrri höf veita stormum meiri orku, sem eykur eyðileggingarmátt þeirra, á meðan breyttar veðurkerfisbreytingar valda óstöðugra veðurfari. Þurrkar, sem verða bæði tíðari og langvinnari, auka einnig hættu á fleiri og alvarlegri skógareldum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin og fjölmargar loftslagsrannsóknir staðfesta að loftslagsbreytingar eru einn helsti drifkraftur þessara breytinga og valda því að öfgaveður verða bæði tíðari og alvarlegri. 6. „Loftslagsbreytingar gætu verið gagnlegar.“ Sumir halda því fram að heitara loftslag gæti bætt lífsskilyrði á köldum svæðum. Hins vegar er heildarafleiðingin yfirgnæfandi neikvæð; öfgaveður, hækkandi sjávarstaða, tap á líffræðilegri fjölbreytni og ógnir við matvæla- og vatnsöryggi hafa víðtæk áhrif á samfélög. Framleiðsla í landbúnaði og náttúruleg vistkerfi styðjast við tiltölulega stöðugt loftslag; hröð hlýnun getur raskað því jafnvægi verulega. Jafnvel þótt til séu svæði sem njóta tímabundins ávinnings, vega þau ekki upp á móti fjölda slíkra neikvæðra þátta sem skapast víðs vegar um heim, svo sem tíðari þurrka, flóða, fellibylja og skógarelda. 7. „Það er of seint að gera nokkuð í loftslagsmálum.“ Ólíkt algengri svartsýni er ekki um algjört „allt eða ekkert“ að ræða þegar kemur að loftslagsmálum. Hvert brot úr gráðu sem við náum að sporna gegn skiptir verulegu máli fyrir afleiðingar hlýnunar, svo sem umfang ofsaveðurs, hraða hækkunar sjávarborðs og rask á vistkerfum. Þótt sumar rannsóknir bendi til þess að ákveðin hlýnun sé nú þegar „komin til að vera“, er samt sem áður hægt að draga verulega úr frekari uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda. Að hætta notkun jarðefnaeldsneytis, auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku, bæta orkunýtni í byggingum, samgöngum og iðnaði, auka sjálfbæra landnýting, innleiðing hringrásar í framleiðsu og neyslu og endurheimt vistkerfa getur saman hægt á hlýnun og dregið úr neikvæðum áhrifum. Allt frá einstaklingum til stofnana og ríkisstjórna geta allir lagt sitt af mörkum með því að taka ábyrgð á neyslu og framleiðslu, skýrri stefnumótun eða fjárfestingum í sjálfbærri tækni. Það sem skiptir mestu máli er að hafist sé handa sem fyrst. Gróðurhúsalofttegundir safnast upp í andrúmsloftinu yfir tíma og því fyrr sem brugðist er við, þeim mun betri möguleika höfum við á að takmarka hlýnun og draga úr alvarlegustu afleiðingunum. Engin ein aðgerð dugar ein og sér, en fjölmörg skref, stór og smá, geta haft veruleg áhrif til að tryggja bærilegt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn Aðildarfélög Festu - miðstöðvar um sjálfbærni eru tæplega 200 íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem átta sig á ábyrgðinni sem fylgir áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þau vita líka að ábyrg rekstrarstjórnun, þar sem sjálfbærni er í forgrunni, getur búið til ný tækifæri til nýsköpunar og hagræðingar. Rekstraraðilar geta bæði komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif á sama tíma og þeir byggja upp traust og trúverðugleika í augum neytenda og fjárfesta. Einróma niðurstaða vísindafólks Þó að náttúrulegar sveiflur hafi mótað loftslag Jarðar í fortíðinni, er hröð hlýnun okkar daga fyrst og fremst afleiðing athafna mannsins, einkum vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Rannsóknir á mörgum sviðum—eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, veðurfræði—styðja við þessa niðurstöðu og hrekja ranghugmyndir sem draga úr trúverðugleika loftslagsvísinda. Markmið stærsta loftslagssamnings ríkja heimsins, Parísarsamningsins, er að halda hlýnun Jarðar innan við 2°C, til að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga, eins og hækkun sjávarborðs og útbreiðslu eyðimerkur, sem gæti ógnað lífríki, mannlífi og efnahagi heimsins. Tvær gráður kann að hljóma lítið en Jörðin reiðir sig á þetta jafnvægi. Það er einnig mikilvægt að viðurkenna að óvissa er enn um nákvæma loftslagsnæmni (þ.e. nákvæmlega hversu mikið hlýnar fyrir hverja aukningu í CO₂) og svæðisbundna svörun (þ.e. hvernig mismunandi svæði muni upplifa þessa hlýnun). Engu að síður felur þetta ekki í sér neinn vafa um höfuðorsökina: Gróðurhúsalofttegundir af mannavöldum knýja áfram núverandi hlýnun. Að lokum hljótum við að spyrja: Hvor skýringin er líklegri til að vera rétt—niðurstaða mælinga og rannsókna þvert á rannsóknastofnanir og ríki um að aukning gróðurhúsalofttegunda orsaki hnattræna hlýnun, studd ótal beinum mælingum og skiljanlegum eðlisfræðilögmálum, eða hugmyndin um að þetta sé einfaldlega tilviljun vegna einhvers óþekkts náttúrulegs fyrirbæris sem engar gangreyndar rannsóknir hafa fundið? Allar helstu náttúrulegu orsakir hafa verið kannaðar og engin þeirra passar við þá miklu og skjótu hitabreytingu sem nú mælist jafn vel og losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum. Rökhugsun styður skýrt þá fyrrnefndu. Hér má nálgast nánari samantekt með vísun á heimildir, þ.a.m. upplýsingar um helstu áhrifaþætti á loftslag jarðar, gróðurhúsaáhrif og hvað gögnin sýna um nýlegar breytingar á CO₂ og hitastigi. Höfundar starfa hjá Festu - miðstöð um sjálfbærni: Kristinn Már Hilmarsson, sjálfbærnisérfræðingur og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur afneitun loftslagsbreytinga farið minnkandi eftir því sem áhrif þeirra verða sýnilegri. Samt sem áður er tilhneiging til afneitunar enn til staðar og virðist jafnvel aukast í ákveðnum bergmálshellum. Misskilningur og rangar upplýsingar um orsakir og eðli loftslagsbreytinga eru enn á kreiki, oft drifnar áfram af hugmyndum um náttúrulegar sveiflur í loftslagi Jarðar. Hér förum við yfir sjö algengar mýtur um loftslagsbreytingar. 1. „Loftslagið hefur alltaf breyst náttúrulega.“ Sannarlega hefur loftslag Jarðar breyst í gegnum jarðsöguna, til dæmis með Milankovitch-sveiflum. En slík ferli gerast yfirleitt á löngum tímabilum, árþúsundum eða milljónum ára. Hlýnunin sem við sjáum nú er mun hraðari og ekkert náttúrulegt ferli skýrir þessa hröðu hækkun á CO₂ og hitastigi. Það er hins vegar skýrt samhengi milli losunar mannsins á koltvísýringi (t.d. með bruna jarðefnaeldsneytis og skógareyðingu) og núverandi hlýnunar. Meðalhiti Jarðar hefur hækkað um meira en 1,1°C frá upphafi iðnbyltingarinnar, og síðustu tíu ár hafa verið þau hlýjustu sem skrásett hafa verið, þar sem ný hitamet er sett ár eftir ár. 2. „Það var mjög kalt síðasta vetur, svo hlýnunin hlýtur að vera uppspuni.“ Stundum er veðri og loftslagi ruglað saman. Veðurbreytingar vísa til sveiflna í veðri yfir stutt tímabil en loftslag vísar til veðurs á ákveðnu svæði yfir lengra tímabil. Jafnvel þó kalt hafi verið á afmörkuðu svæði eða tímabili, hefur hlýnun haldið áfram á heimsvísu. Reyndar geta röskuð vindakerfi vegna loftslagsbreytinga stundum valdið óvenjulegum kuldaköstum á ákveðnum stöðum. 3. „Hitamælingar ná aðeins aftur til 1800, en Jörðin er milljarða ára gömul.“ Sannleikurinn er sá að beinar mælingar á hita ná aðeins aftur til 19. aldar en vísindamenn nota margvísleg óbein gögn eins og ískjarna, trjáhringi, setlög úr hafsbotni o.s.frv. til að draga ályktanir um loftslag í fortíðinni. Þessar rannsóknir sýna að hlýnunin sem á sér stað nú er óvenjulega hröð í sögulegu samhengi. Til dæmis var koltvísýringsstyrkur hærri á dögum risaeðlanna, en samsetning landa heimsins var einnig allt öðruvísi. Þá voru miklar eldvirknis- og sólarbreytingar einnig í gangi. Þetta skapaði allt annað loftslagskerfi en það sem við búum við í dag. Að bera saman loftslög í fortíðinni við loftslagið í dag þegar aðrir þættir í náttúrunni voru einnig öðruvísi án þess að taka mið af þessum ólíku þáttum er villandi. 4. „CO₂ er aðeins 0,04% af lofthjúpnum, það getur varla haft svo stór áhrif.“ Jafnvel smáar agnir eða lítill styrkur efna geta haft gífurleg áhrif. CO₂ er snefilmagn í andrúmsloftinu en hefur úrslitaáhrif á varmajafnvægi Jarðar. Gögn úr ískjörnum sýna að breytingar á CO₂ haldast í hendur við hitasveiflur í jarðsögu jafnvel þegar tekið er tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á hitastig, eins og sólarvirkni og eldgos. Þetta gefur sterklega til kynna að orsakasamband sé á milli CO₂ og meðalhitastigs á Jörðinni. 5. „ Öfgaveður hefur ekki aukist vegna loftslagsbreytinga.“ Gögn og athuganir sýna skýrt að tíðni og styrkur öfgaveðra hefur aukist vegna loftslagsbreytinga. Hækkandi hitastig stuðlar að öflugri hitabylgjum, meiri úrkomu, langvarandi þurrkum og sterkari fellibyljum. Hlýrri höf veita stormum meiri orku, sem eykur eyðileggingarmátt þeirra, á meðan breyttar veðurkerfisbreytingar valda óstöðugra veðurfari. Þurrkar, sem verða bæði tíðari og langvinnari, auka einnig hættu á fleiri og alvarlegri skógareldum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin og fjölmargar loftslagsrannsóknir staðfesta að loftslagsbreytingar eru einn helsti drifkraftur þessara breytinga og valda því að öfgaveður verða bæði tíðari og alvarlegri. 6. „Loftslagsbreytingar gætu verið gagnlegar.“ Sumir halda því fram að heitara loftslag gæti bætt lífsskilyrði á köldum svæðum. Hins vegar er heildarafleiðingin yfirgnæfandi neikvæð; öfgaveður, hækkandi sjávarstaða, tap á líffræðilegri fjölbreytni og ógnir við matvæla- og vatnsöryggi hafa víðtæk áhrif á samfélög. Framleiðsla í landbúnaði og náttúruleg vistkerfi styðjast við tiltölulega stöðugt loftslag; hröð hlýnun getur raskað því jafnvægi verulega. Jafnvel þótt til séu svæði sem njóta tímabundins ávinnings, vega þau ekki upp á móti fjölda slíkra neikvæðra þátta sem skapast víðs vegar um heim, svo sem tíðari þurrka, flóða, fellibylja og skógarelda. 7. „Það er of seint að gera nokkuð í loftslagsmálum.“ Ólíkt algengri svartsýni er ekki um algjört „allt eða ekkert“ að ræða þegar kemur að loftslagsmálum. Hvert brot úr gráðu sem við náum að sporna gegn skiptir verulegu máli fyrir afleiðingar hlýnunar, svo sem umfang ofsaveðurs, hraða hækkunar sjávarborðs og rask á vistkerfum. Þótt sumar rannsóknir bendi til þess að ákveðin hlýnun sé nú þegar „komin til að vera“, er samt sem áður hægt að draga verulega úr frekari uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda. Að hætta notkun jarðefnaeldsneytis, auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa eins og sólar- og vindorku, bæta orkunýtni í byggingum, samgöngum og iðnaði, auka sjálfbæra landnýting, innleiðing hringrásar í framleiðsu og neyslu og endurheimt vistkerfa getur saman hægt á hlýnun og dregið úr neikvæðum áhrifum. Allt frá einstaklingum til stofnana og ríkisstjórna geta allir lagt sitt af mörkum með því að taka ábyrgð á neyslu og framleiðslu, skýrri stefnumótun eða fjárfestingum í sjálfbærri tækni. Það sem skiptir mestu máli er að hafist sé handa sem fyrst. Gróðurhúsalofttegundir safnast upp í andrúmsloftinu yfir tíma og því fyrr sem brugðist er við, þeim mun betri möguleika höfum við á að takmarka hlýnun og draga úr alvarlegustu afleiðingunum. Engin ein aðgerð dugar ein og sér, en fjölmörg skref, stór og smá, geta haft veruleg áhrif til að tryggja bærilegt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn Aðildarfélög Festu - miðstöðvar um sjálfbærni eru tæplega 200 íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem átta sig á ábyrgðinni sem fylgir áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Þau vita líka að ábyrg rekstrarstjórnun, þar sem sjálfbærni er í forgrunni, getur búið til ný tækifæri til nýsköpunar og hagræðingar. Rekstraraðilar geta bæði komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif á sama tíma og þeir byggja upp traust og trúverðugleika í augum neytenda og fjárfesta. Einróma niðurstaða vísindafólks Þó að náttúrulegar sveiflur hafi mótað loftslag Jarðar í fortíðinni, er hröð hlýnun okkar daga fyrst og fremst afleiðing athafna mannsins, einkum vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Rannsóknir á mörgum sviðum—eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, veðurfræði—styðja við þessa niðurstöðu og hrekja ranghugmyndir sem draga úr trúverðugleika loftslagsvísinda. Markmið stærsta loftslagssamnings ríkja heimsins, Parísarsamningsins, er að halda hlýnun Jarðar innan við 2°C, til að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga, eins og hækkun sjávarborðs og útbreiðslu eyðimerkur, sem gæti ógnað lífríki, mannlífi og efnahagi heimsins. Tvær gráður kann að hljóma lítið en Jörðin reiðir sig á þetta jafnvægi. Það er einnig mikilvægt að viðurkenna að óvissa er enn um nákvæma loftslagsnæmni (þ.e. nákvæmlega hversu mikið hlýnar fyrir hverja aukningu í CO₂) og svæðisbundna svörun (þ.e. hvernig mismunandi svæði muni upplifa þessa hlýnun). Engu að síður felur þetta ekki í sér neinn vafa um höfuðorsökina: Gróðurhúsalofttegundir af mannavöldum knýja áfram núverandi hlýnun. Að lokum hljótum við að spyrja: Hvor skýringin er líklegri til að vera rétt—niðurstaða mælinga og rannsókna þvert á rannsóknastofnanir og ríki um að aukning gróðurhúsalofttegunda orsaki hnattræna hlýnun, studd ótal beinum mælingum og skiljanlegum eðlisfræðilögmálum, eða hugmyndin um að þetta sé einfaldlega tilviljun vegna einhvers óþekkts náttúrulegs fyrirbæris sem engar gangreyndar rannsóknir hafa fundið? Allar helstu náttúrulegu orsakir hafa verið kannaðar og engin þeirra passar við þá miklu og skjótu hitabreytingu sem nú mælist jafn vel og losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum. Rökhugsun styður skýrt þá fyrrnefndu. Hér má nálgast nánari samantekt með vísun á heimildir, þ.a.m. upplýsingar um helstu áhrifaþætti á loftslag jarðar, gróðurhúsaáhrif og hvað gögnin sýna um nýlegar breytingar á CO₂ og hitastigi. Höfundar starfa hjá Festu - miðstöð um sjálfbærni: Kristinn Már Hilmarsson, sjálfbærnisérfræðingur og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun