Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. apríl 2025 07:02 Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir skýrt lögfræðiálit um að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem gegnir formennsku fyrir íþróttafélag í borginni sé vanhæfur til að sitja í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur samkvæmt hæfisreglum sveitarstjórnarlaga. Ef fulltrúi gegnir hlutverki sem hann er vanhæfur til að gegna grefur það undan lýðræðislegri, faglegri og sanngjarnri stjórnsýslu og opnar á möguleika á spillingu. Það er gjörsamlega óskiljanlegt - að þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem kveður á afdráttarlausan hátt á um að fulltrúinn sé vanhæfur til setu í ráðinu, að það geti haft fjölmörg neikvæð áhrif á ákvarðanatöku í ráðinu og traust á ákvörðunum ráðsins, að það geti jafnvel gert ákvarðanir ráðsins ólögmætar og Reykjavíkurborg skaðabótaskylda vegna einstaka ákvarðana - að Sjálfstæðisflokkurinn haldi til streitu kröfu sinni um að kjósa þennan borgarfulltrúa í ráðið. Fyrir borgarstjórnarfundi í dag liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins um að skipa fulltrúann í ráðið en sama tillaga lág fyrir á síðasta fundi og var þá frestað og því ekki til mikils að halda í vonina um að undarlegt aprílgabb sé að ræða. Ef vafi leikur á um réttmæti lögfræðiálitsins sem komist hefur að þessari niðurstöðu að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er ekki bara lágmark heldur liggur í augum uppi að það sé ófrávíkjanleg skylda allra hlutaðeigandi að komast til botns í málinu eftir þar til bærum leiðum áður en fulltrúinn er kosinn í ráðið. Annað væri móðgun við lýðræðislega ferla og færi að mínu mati ansi nærri því að því að vera afglöp í starfi. Fulltrúinn er ekki bara vanhæfur þegar kemur að málefnum sem geta beint snert íþróttafélagið sem hann er í forsvari fyrir heldur almennt vanhæfur til að sitja í ráðinu og gegna því eftirlitshlutverki sem á því hvílir, sem er ekki einskorðað við „sérstök atvik eða einstök mál“ eins og segir í álitinu. Þar er líka talað um viðmið umboðsmanns Alþingis um skipan í nefndarsæti og að „ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annaðhvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veldur sjálfkrafa að þeir geti ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál“. Markmið hæfisreglnanna er að draga úr hættu á að persónulegir hagsmunir einstaklinga í stjórnsýslunni hafi áhrif á niðurstöðu máls og tryggja vandaða og faglega ákvarðanatöku og stjórnsýslu sem nýtur trausts og trúverðugleika. Að vinna gegn sérhagsmunagæslu, frændhygli og spillingu við umsýslu almannagæða, að styrkja faglega og vandaða stjórnsýslu sem og að auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslunni er mitt helsta leiðarstef í pólitík. Það skiptir ekki bara máli hvað við gerum heldur líka hvernig það er gert og að vinnubrögðin séu fagleg og gagnsæ. Lýðræðislegur réttur flokka til að tilnefna sína fulltrúa til nefndarsetu er afar mikilvægur en það er ábyrgðarhluti og siðferðilega ámælisvert að tilnefna fulltrúa í ráð sem vitað er að sé vanhæfur samkvæmt bestu upplýsingum. Það er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðanna ráðsins. Það er vont og óábyrgt að setja aðra fulltrúa borgarstjórnar í þá stöðu að þurfa að stíga inn í slíkt mál í stað þess að axla pólitíska ábyrgð á eigin nefndarsætum. Það er þó sumpart í takt við annað sem flokkurinn hefur í áranna rás staðið fyrir og ætti kannski ekki að koma mér svona á óvart, en ég var samt að vona að við værum komin lengra en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn og hans hagsmunir eiga ekki að skipta meira máli en hagsmunir almennings. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun