Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 16:30 Tapparnir hafa verið áfastir í nokkurn tíma og nú er frumvarp um tappanna orðið að lögum. Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu í febrúar sagði almenna neytendur ekki myndu finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Undir þetta tók Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þriðju umræðu um málið á Alþingi í dag. Hvatti hann alla samflokksmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu. Honum varð að ósk sinni því sex viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með sem og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins. Alls greiddu 37 atkvæði með frumvarpinu en sjö á móti. Nítján voru fjarverandi. Svona skiptust atkvæðin eftir þingflokkum. Nítján þingmenn voru fjarverandi. Flestir úr Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt frumvarpið en hann var fjarverandi í þinginu í dag. Hann sagði á dögunum áfasta tappa draga úr lífsvilja fólks. Umræðan í þinginu vakti athygli Einars Bárðarsonar plokkara sem blöskraði tíminn sem þingmenn verðu í að ræða mál á borð við þetta, hvort plasttappar á einnota drykkjarmálum skyldu vera áfastir eða ekki. „Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já!“ Áætlað sé að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljist meðal 10 algengustu rusltegundanna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði um enn eitt óþarft málið að ræða af færibandi Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu. Verið væri að leysa vandamál sem væri ekki til staðar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu í febrúar sagði almenna neytendur ekki myndu finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Undir þetta tók Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þriðju umræðu um málið á Alþingi í dag. Hvatti hann alla samflokksmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu. Honum varð að ósk sinni því sex viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með sem og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins. Alls greiddu 37 atkvæði með frumvarpinu en sjö á móti. Nítján voru fjarverandi. Svona skiptust atkvæðin eftir þingflokkum. Nítján þingmenn voru fjarverandi. Flestir úr Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt frumvarpið en hann var fjarverandi í þinginu í dag. Hann sagði á dögunum áfasta tappa draga úr lífsvilja fólks. Umræðan í þinginu vakti athygli Einars Bárðarsonar plokkara sem blöskraði tíminn sem þingmenn verðu í að ræða mál á borð við þetta, hvort plasttappar á einnota drykkjarmálum skyldu vera áfastir eða ekki. „Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já!“ Áætlað sé að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljist meðal 10 algengustu rusltegundanna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði um enn eitt óþarft málið að ræða af færibandi Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu. Verið væri að leysa vandamál sem væri ekki til staðar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira