Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 16:30 Tapparnir hafa verið áfastir í nokkurn tíma og nú er frumvarp um tappanna orðið að lögum. Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu í febrúar sagði almenna neytendur ekki myndu finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Undir þetta tók Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þriðju umræðu um málið á Alþingi í dag. Hvatti hann alla samflokksmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu. Honum varð að ósk sinni því sex viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með sem og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins. Alls greiddu 37 atkvæði með frumvarpinu en sjö á móti. Nítján voru fjarverandi. Svona skiptust atkvæðin eftir þingflokkum. Nítján þingmenn voru fjarverandi. Flestir úr Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt frumvarpið en hann var fjarverandi í þinginu í dag. Hann sagði á dögunum áfasta tappa draga úr lífsvilja fólks. Umræðan í þinginu vakti athygli Einars Bárðarsonar plokkara sem blöskraði tíminn sem þingmenn verðu í að ræða mál á borð við þetta, hvort plasttappar á einnota drykkjarmálum skyldu vera áfastir eða ekki. „Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já!“ Áætlað sé að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljist meðal 10 algengustu rusltegundanna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði um enn eitt óþarft málið að ræða af færibandi Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu. Verið væri að leysa vandamál sem væri ekki til staðar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr plastmengun í umhverfinu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu í febrúar sagði almenna neytendur ekki myndu finna fyrir lagabreytingunum. Framleiðendur og neytendur hafi nú þegar hafið framleiðslu á drykkjarílátum með áföstum töppum. Undir þetta tók Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þriðju umræðu um málið á Alþingi í dag. Hvatti hann alla samflokksmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu. Honum varð að ósk sinni því sex viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með sem og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins. Alls greiddu 37 atkvæði með frumvarpinu en sjö á móti. Nítján voru fjarverandi. Svona skiptust atkvæðin eftir þingflokkum. Nítján þingmenn voru fjarverandi. Flestir úr Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt frumvarpið en hann var fjarverandi í þinginu í dag. Hann sagði á dögunum áfasta tappa draga úr lífsvilja fólks. Umræðan í þinginu vakti athygli Einars Bárðarsonar plokkara sem blöskraði tíminn sem þingmenn verðu í að ræða mál á borð við þetta, hvort plasttappar á einnota drykkjarmálum skyldu vera áfastir eða ekki. „Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já!“ Áætlað sé að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljist meðal 10 algengustu rusltegundanna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði um enn eitt óþarft málið að ræða af færibandi Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu. Verið væri að leysa vandamál sem væri ekki til staðar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent