Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar 31. mars 2025 09:54 Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Skóla- og menntamál Miðflokkurinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun