Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 29. mars 2025 18:02 Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun