Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 11:53 Frá afhendingunni í dag. Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent