Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 22. mars 2025 10:01 Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Efnahagsmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun