Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 14:29 Saúl Luciano Lliuya ræktar korn, bygg og kartöflur fyrir utan bæinn Huaraz í Andesfjöllum. Hann telur þýskt kolaorkufyrirtæki ábyrgt fyrir vaxandi flóðahættu af völdum bráðnunar jökla vegna hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu. Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu.
Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira