Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:33 Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar