Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 20. mars 2025 14:01 Ferðaþjónusta byggð upp um allt land Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur. Ástæða þess að mig langar að nefna þetta er tvíþætt. Fyrir það fyrsta þá reiðir ferðaþjónustan í flestum landshlutum sig mjög mikið á komur skemmtiferðaskipanna. Skipin heimsækja yfir þrjátíu hafnir víðs vegar um landið. Þeim sem hefur orðið tíðrætt um að dreifa ferðamönnum um landið og helst yfir allt árið ætti vera annt um skipin því þau eru eini ferðamátinn sem sannanlega fer um allt landið. Þá koma skipin til landsins í um 7-8 mánuði og hina mánuði ársins eru viðskiptin skipulögð. Það er því um heilsárs störf að ræða þótt komur skipanna takmarkist við þá mánuði sem veðurfar er öruggara. Í öðru lagi þá snertir innviðagjaldið okkur hér á Norðurlandi sérstaklega illa. Nú er útlit fyrir að samdráttur hjá okkur verði um 50% á næsta ári. Þetta eru hálfgerð ragnarrök fyrir lítil fyrirtæki sem mörg hafa byggt afkomu sína á þessum dýrmætu ferðamönnum. Fyrirtæki þurfa að segja upp fólki, loka vinnustöðum og almennt draga saman seglin sem skerðir almenna samkeppnishæfni Norðurlands sem áfangastaðar ferðamanna. Áhrifanna mun því ekki aðeins gæta fyrir hafnarsjóði landsins heldur fyrir fyrirtæki sem mörg hver byggja nánast alla sína starfsemi upp á tekjum af þjónustu við gesti sem koma með skemmtiferðaskipum. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest og lagt á sig mikla vinnu við markaðssetningu og þróun en sjá nú fram á að missa allt upp í 90% af tekjum ársins ef neikvæð áhrif innviðagjaldins skella á af fullum þunga. Þessi fyrirtæki sinna ýmissi þjónustu ss. dagsferðum um Norðurland, veitingarekstri, hvalaskoðun, gönguferðum og bjóða uppá tækifæri til að upplifa íslenska sögu og menningu. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru gríðarlega mikilvæg til að sinna þjónustu við gesti á svæðinu allt árið. Flugklasinn laðaði að flugfélög Og hér vandast málin enn frekar. Norðurland hefur nefnilega um langt skeið lagt mikið á sig til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í landshlutanum, þ.e. ferðaþjónustu sem reiðir sig á eigin gáttir í landshlutanum – í gegnum flug og hafnir. Við vitum að við getum ekki reitt okkur eingöngu á að ferðamenn hafi tíma eða getu til að keyra hringveginn á Norðurlandið til að heimsækja okkur – þennan sama hringveg og er blæðandi svöðusár eftir viðhaldsskort síðustu ára. Án þessarar uppbyggingar í kringum farþegaflutninga, með t.d. flugklasanum okkar og uppbyggingu flugstöðvarinnar annars vegar og hins vegar uppbyggingar hafnarsvæðisins, verður miklu erfiðara að byggja upp langtíma viðskipti í kringum ferðaþjónstuna. Hér erum við að tala um viðskipti sem ekki aðeins gagnast ferðamönnum heldur skipta þau okkur Íslendinga líka máli. Við erum að tala um hótelgistingu, veitingastaði, söfn, ýmsa afþreyingu og hefðbundna verslun. Nú í mars var haldin ráðstefna á Siglufirði og á Hólum um nærandi ferðaþjónustu. Skilgreiningin er „Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi.“ Við erum öll hluti af sama menginu þar sem íbúar, ferðamenn og náttúra verða öll fyrir áhrifum af hvort öðru. Innan ferðaþjónustu þarf því framsýna hugsun og þessar bráðu aðgerðir nú hvað innviðagjaldið varðar eru þvert á slíka hugsun enda gjaldið bæði mjög hátt og það sem verst er skyndilegt og þessvegna skaðlegt markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu. Við getum gert betur. Við fjölgum körfunum sem við setjum eggin okkar í. Við ættum ekki að brjóta eina körfuna því við þurfum á þeim öllum að halda. Bein tenging við umheiminn lykillinn að uppbyggingu Ef okkur auðnast að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru þá mun okkur takast hér á Norðurlandi að koma á farþegaskiptum með skemmtiferðaskipum. Ef við náum því verður komin grunnur að frekari byggingu gistirýma sem skiptifarþegarnir nýta ásamt flugi og vetrarparadís Norðurlands opnast einnig fyrir gesti með flugi – þetta er líklega mikilvægasti lykillinn að heilsárs ferðaþjónustu. Þá yrði loksins orðin til valkostur um nýjan, aðgengilegan áfangastað á landinu sem gæti opnað ný tækifæri fyrir Vesturland, Vestfirði og Austurland með sínum gestum líka, þessi landsvæði sem eru lengst frá helstu gáttinni inn í landið. Það er ekki aðeins skynsamlegt heldur líka sanngjarnt í landi þar sem náttúran hefur mikið aðdráttarafl, ferðaþjónustan hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárfestingu til að byggja upp framúrskarandi þjónustu og menningin blómstrar fyrir íbúa og gesti. Í dag erum við komin vel af stað og getum gert margt af þessari uppbyggingu sjálf, ef aðeins við fáum frið til þess í stað fyrirvaralausra breytinga á samkeppnisumhverfinu sem við störfum í. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnheiður Jóhannsdóttir Skemmtiferðaskip á Íslandi Akureyri Ferðaþjónusta Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta byggð upp um allt land Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur. Ástæða þess að mig langar að nefna þetta er tvíþætt. Fyrir það fyrsta þá reiðir ferðaþjónustan í flestum landshlutum sig mjög mikið á komur skemmtiferðaskipanna. Skipin heimsækja yfir þrjátíu hafnir víðs vegar um landið. Þeim sem hefur orðið tíðrætt um að dreifa ferðamönnum um landið og helst yfir allt árið ætti vera annt um skipin því þau eru eini ferðamátinn sem sannanlega fer um allt landið. Þá koma skipin til landsins í um 7-8 mánuði og hina mánuði ársins eru viðskiptin skipulögð. Það er því um heilsárs störf að ræða þótt komur skipanna takmarkist við þá mánuði sem veðurfar er öruggara. Í öðru lagi þá snertir innviðagjaldið okkur hér á Norðurlandi sérstaklega illa. Nú er útlit fyrir að samdráttur hjá okkur verði um 50% á næsta ári. Þetta eru hálfgerð ragnarrök fyrir lítil fyrirtæki sem mörg hafa byggt afkomu sína á þessum dýrmætu ferðamönnum. Fyrirtæki þurfa að segja upp fólki, loka vinnustöðum og almennt draga saman seglin sem skerðir almenna samkeppnishæfni Norðurlands sem áfangastaðar ferðamanna. Áhrifanna mun því ekki aðeins gæta fyrir hafnarsjóði landsins heldur fyrir fyrirtæki sem mörg hver byggja nánast alla sína starfsemi upp á tekjum af þjónustu við gesti sem koma með skemmtiferðaskipum. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest og lagt á sig mikla vinnu við markaðssetningu og þróun en sjá nú fram á að missa allt upp í 90% af tekjum ársins ef neikvæð áhrif innviðagjaldins skella á af fullum þunga. Þessi fyrirtæki sinna ýmissi þjónustu ss. dagsferðum um Norðurland, veitingarekstri, hvalaskoðun, gönguferðum og bjóða uppá tækifæri til að upplifa íslenska sögu og menningu. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru gríðarlega mikilvæg til að sinna þjónustu við gesti á svæðinu allt árið. Flugklasinn laðaði að flugfélög Og hér vandast málin enn frekar. Norðurland hefur nefnilega um langt skeið lagt mikið á sig til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í landshlutanum, þ.e. ferðaþjónustu sem reiðir sig á eigin gáttir í landshlutanum – í gegnum flug og hafnir. Við vitum að við getum ekki reitt okkur eingöngu á að ferðamenn hafi tíma eða getu til að keyra hringveginn á Norðurlandið til að heimsækja okkur – þennan sama hringveg og er blæðandi svöðusár eftir viðhaldsskort síðustu ára. Án þessarar uppbyggingar í kringum farþegaflutninga, með t.d. flugklasanum okkar og uppbyggingu flugstöðvarinnar annars vegar og hins vegar uppbyggingar hafnarsvæðisins, verður miklu erfiðara að byggja upp langtíma viðskipti í kringum ferðaþjónstuna. Hér erum við að tala um viðskipti sem ekki aðeins gagnast ferðamönnum heldur skipta þau okkur Íslendinga líka máli. Við erum að tala um hótelgistingu, veitingastaði, söfn, ýmsa afþreyingu og hefðbundna verslun. Nú í mars var haldin ráðstefna á Siglufirði og á Hólum um nærandi ferðaþjónustu. Skilgreiningin er „Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi.“ Við erum öll hluti af sama menginu þar sem íbúar, ferðamenn og náttúra verða öll fyrir áhrifum af hvort öðru. Innan ferðaþjónustu þarf því framsýna hugsun og þessar bráðu aðgerðir nú hvað innviðagjaldið varðar eru þvert á slíka hugsun enda gjaldið bæði mjög hátt og það sem verst er skyndilegt og þessvegna skaðlegt markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu. Við getum gert betur. Við fjölgum körfunum sem við setjum eggin okkar í. Við ættum ekki að brjóta eina körfuna því við þurfum á þeim öllum að halda. Bein tenging við umheiminn lykillinn að uppbyggingu Ef okkur auðnast að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru þá mun okkur takast hér á Norðurlandi að koma á farþegaskiptum með skemmtiferðaskipum. Ef við náum því verður komin grunnur að frekari byggingu gistirýma sem skiptifarþegarnir nýta ásamt flugi og vetrarparadís Norðurlands opnast einnig fyrir gesti með flugi – þetta er líklega mikilvægasti lykillinn að heilsárs ferðaþjónustu. Þá yrði loksins orðin til valkostur um nýjan, aðgengilegan áfangastað á landinu sem gæti opnað ný tækifæri fyrir Vesturland, Vestfirði og Austurland með sínum gestum líka, þessi landsvæði sem eru lengst frá helstu gáttinni inn í landið. Það er ekki aðeins skynsamlegt heldur líka sanngjarnt í landi þar sem náttúran hefur mikið aðdráttarafl, ferðaþjónustan hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárfestingu til að byggja upp framúrskarandi þjónustu og menningin blómstrar fyrir íbúa og gesti. Í dag erum við komin vel af stað og getum gert margt af þessari uppbyggingu sjálf, ef aðeins við fáum frið til þess í stað fyrirvaralausra breytinga á samkeppnisumhverfinu sem við störfum í. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun