Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar 19. mars 2025 12:30 Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun