Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 18. mars 2025 15:31 Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu. Hún verður ekki sökuð um að tala skýrt en samkvæmt fréttum í dag ætlar hún að sitja áfram í stjórn sambandsins en gæti e.t.v. hugsanlega hætt þar og í bæjarstjórn á næstunni. Gæti hætt en er ekki viss, þarf að klára einhver verkefni í bæjarstjórn en tilgreinir ekki hver þau eru og treystir því væntanlega ekki nýjum bæjarstjóra Framsóknarflokksins til þess að stýra þeim í örugga höfn eða þá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Óskýrara verður orðasalatið varla. Kannski er erfitt að ætlast til skýrleika þegar sinna þarf jafn mörgum og fjölbreyttum ábyrgðarstörfum og mögulega aldrei hægt að vera alveg viss um í krafti hvaða embættis er talað. Skólastarfi haldið í gíslingu til þess að slá pólitískar keilur Þetta væri hugsanlega aðeins fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt því hún og hennar fólk í stjórn sambandsins hélt skólastarfi í landinu í gíslingu í pólitískum hráskinnaleik í tengslum við gerð kjarasamninga kennara fyrir skemmstu. Markmiðið var að slá pólitískar keilur til þess að reyna að koma höggi á formann sambandsins og þá verðandi borgarstjóra og láta ríkisstjórnina sitja uppi með vandann. Ómerkileg stjórnarandstöðupólitík var því leiðarljós þessa hóps sem vílaði ekki fyrir sér að nota nemendur, aðstandendur þeirra, kennara og annað starfsfólk sem skiptimynt í pólitískum leikjum sínum. Sem betur fer sýndi Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga pólitíska forystu á ögurstundu sem varð til þess að samið var við kennara og skólastarfi í landinu var bjargað úr klóm fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í stjórn sambandsins. Þingkona sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara Í ljósi alls þessa þá eru það veruleg vonbrigði að forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði valdi því að Rósa Guðbjartsdóttir skuli vera eini bæjarfulltrúinn, sem náði kjöri í síðustu alþingiskosningum, sem hafi ekki beðist lausnar sem bæjarfulltrúi. Krísa flokksins í Hafnarfirði lítur út fyrir að vera alvarleg og djúpstæð því viðtöl við þingkonuna, bæjarfulltrúann, formann bæjarráðs og stjórnarkonuna í Sambandi íslenskra sveitarfélaga benda til þess að hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og eflaust trufla líka háar launagreiðslur frá Hafnarfirði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga ofan á þingfararkaupið dómgreindina. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun