Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2025 10:00 Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vatn Vatnsvernd í Heiðmörk Heiðmörk Vatnsból Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun