Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar 17. mars 2025 10:02 Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar