Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson og Íris Björg Kristjánsdóttir skrifa 16. mars 2025 09:01 Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Lögreglumál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun