Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar 13. mars 2025 13:31 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar