Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar 13. mars 2025 08:46 Nú er nýafstaðinn alþjóðlegur baráttudagur kvenna og kvára og handóðir á lyklaborðum samfélagsmiðlana hamast við að gera lítið úr og fárast yfir því að það skuli yfir höfuð vera baráttudagur kvenna, þar sem konur eru nú þegar komin með allt of mikil völd, að þeirra mati, og hvað yfir höfuð sé kona nú til dags og hvað í and****anum er eiginlega Kvár?! En hvað þýðir það að skilgreina hvað sé kona og af hverju er það hættulegt konum? Og af hverju er ekki sama krafan um að skilgreina hvað sé karl? Frá upphafi hefur það einmitt verið krafa feminismans að skilgreina ekki hvað sé kona, því kona er fær um að vera hvernig sem er og getur gert hvað sem er. Ef við förum í þá vegferð að skilgreina hvað er kona út frá vestrænni hugmyndafræði 19 aldar, sem er einmitt sú hugmyndafræði sem liggur til grundvallar kynjakerfinu (feðraveldinu), þá yrði skilgreiningin miðuð út frá hvítri, ófatlaðari, gagnkynhneigðri konu og yrði þá um leið útilokandi fyrir allar aðrar konur. Hugsun og hugmyndafræði, sem því miður, er enn við líði víðast hvar í hinum vestræna heimi, þar sem konur af dekkri húðlit en hvítum eru oftast sakaðar um að vera ekki nægilega kvennlegar og hugsanlega trans konur. Taka ber það fram að það er ekkert að þvi að vera trans kona og trans konur eru konur eins og allar aðrar konur, hvernig svo sem þú vilt eða vilt ekki skilgreina orðið kona. En hatrið sem beinist að trans konum, sem er í sjálfu sér fáránlegt og í engu í samræmi við að um er að ræða um 1% mannkyns, og þessi 19 aldar hugmyndafræði um hvað er kona, er eitruð blanda sem bitnar á öllum konum sem falla ekki inn í þennan þrönga ramma feðraveldisins um hvað kona sé og eigi að vera. Þannig eru allar tilraunir til þess að skilgreina hvað kona sé, til þess fallnar að stjórna hvernig konur haga sér og hvaða áhrif þær hafa á samfélagið í heild sinni. Ef kona er of ung og myndarleg (út frá fegurðastöðlum samtímans) þá má hún alls ekki vera frek (ákveðin) og er alls ekki tekin neitt sérstaklega alvarlega sé hún í ráðandi stöðu. Sé hún hinsvegar komin yfir miðjan aldur, og skiptir þá litlu hvort hún teljist myndarleg eða ekki, þá verður orðræðan oft harkaleg og óvægin og nánast tekin af lífi ef hún gerir einhvern mistök, sé hún í ráðandi stöðu. Þetta sést á þeirri vanvirðingu og umræðu um konur í stjórnunarstöðum, bæði hérlendis sem erlendis. Konur eru ekki dæmdar út frá verkum sínum, heldur út frá allskyns stöðlum um hvað kona sé! Stöðlum sem eiga sér rætur í nýlendustefnu og nýlenduhugsun 19 aldar. Stöðlum sem ýta undir og aðhyllast hvíta yfirburðarhyggju (nazisma/fasisma) og eru hættulegir, ekki einungis trans konum, heldur öllum konum sem falla ekki inn í rammann. En hvað er ramminn fyrir karl? Af hverju er ekki sama krafan um útlit og hegðun karla og af hverju er ekki verið að hrópa á samfélagsmiðlum hægri og vinstri um nauðsyn þess að skilgreina hvað karl sé? Einfaldlega vegna þess að þetta kerfi sem heitir á fræði máli kynjakerfi en í daglegu tali er fjallað um sem feðraveldið (orðið feðraveldi er ekki árás á feður!) er hannað af hvítum, ófötluðum, gagnkynhneigðum, ríkum körlum sem réðu allt og öllu í upphafi 20 aldarinnar og vildu gera allt sem í sínu valdi stóð til að halda völdunum áfram. Þetta kerfi breytir sér og aðlagar sig að breyttum tímum, en í grunninn er markmið þess það sama og alltaf, að stjórna og ráða yfir konum og öllum þeim sem eru ekki hvítir, ófatlaðir, gagnkynhneigðir ríkir karlmenn. Svo er stigsmunur á því hvar þú ert staðsett(ur) út frá þessum lista, sem sést vel á hvernig stéttarskipting virkar í nútíma samfélagi. T.d má færa fyrir því rök að eftir því sem þú sem einstaklingur tikkar í fleiri box listans um hvíta, ófatlaða, gagnkynhneigða, ríka karlmanninn, þeim mun meiri völd hefur þú sjálfkrafa í hinum vestræna heimi, án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir eigin ágæti, færni eða hæfileikum. Þannig fá einstaklingar sem tikka í þó nokkur atriði listans, oft sjálfkrafa stöður, þrátt fyrir að vera óhæfir með öllu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því á meðan, t.d. svört samkynhneigð kona þyrfti helst að hafa þrjár MA gráður og eina doktorsgráðu til þess eins að fá viðtal hjá sama fyrirtæki, hvað þá ef hún væri einnig fötluð og trans. Við sjáum af þessu að það eru til ósagðar skilgreiningar um hverskonar kona og hverskonar karl eru á toppnum og út frá því hvar þú lendir á listanum, ofarlega eða neðarlega og þessar skilgreiningar eru skaðlegar öllum, burséð frá kyni, kynvitund og kynhneigð, sem ekki falla inn í rammann. Þannig lenda samkynhneigðir karlmenn og karlmenn af dekkri húðlit en hvítum, neðar á listanum og því er klárt að þetta kerfi, í raun, er skaðlegt um 95% mannkyns. En af hverju þá þessi háværa krafa um að skilgeina hvað kona sé? Þessi krafa á rætur sínar að rekja til þess haturs sem beinist að trans konum, hatur sem á sér frekar stuttar sögulegar rætur, miðað við að trans fólk hefur verið til í einni eða annarri mynd frá upphafi mannkyns. Þetta tilbúna hatur nærist á fáfræði og fordómum og er í raun ein birtingarmynd stjórnunaráráttu og þörf feðraveldisins að viðhalda og vernda eigin kerfi. Og eins og alltaf með öll slík kerfi sem standa fram fyrir því að veikjast, eins og raun ber vitni í gegnum kvennabaráttuna frá upphafi 20 aldarinnar og í lok þeirrar 19. þá ræðst kerfið fyrst á veikasta hlekkinn í keðjunni og fikrar sig síðan upp þangað til við öll sem föllum ekki snyrtilega inn í ramman um ríka, ófatlaða, gagnkynhneigða, hvíta karlmanninn, verðum komin á okkar stað í kerfinu, undirokuð, auðmjúk og valdalitil, eða valdalaus (allar konur og kvár þar undir). Hvað svo með Kvár? Af hverju er verið að ráðast einnig með slíku offorsi að kynsegin fólki? Jú, einfaldlega vegna þess að þau falla ekki snyrtilega að þessari heimsmynd og eins og með trans fólk allt saman, sem með tilvist sinni brýtur algjörlega upp þetta kerfi með því að dirfast að taka það pláss og frelsi að vera fullkomlega bara það sjálft, þá er ekkert jafn skaðlegt feðraveldinu og einstaklingar sem jafn augljóslega dafna í beinni andstöðu við þetta ríkjandi valdakerfi. Og trans kona sem hafnar algjörlega þeirri karlmennsku sem henni var afhent og úthlutað við fæðingu, er því augljóslega hin versta og mesta móðgun gegn feðraveldinu sem hugsast getur og handhafar þess vilja því allt til þess vinna að útrýma þessum konum. Trans konur eru ekki ógn gegn öðrum konum, og hafa aldrei verið enda konur sjálfar, heldur ógn við hugmyndafræði feðraveldisins og þaðan kemur hatrið. Það sem fólk oft áttar sig hinsvegar ekki á, er að þessi atlaga feðraveldisins gegn trans konum, bitnar á öllum konum, kvárum og körlum sem falla ekki inn í heim feðraveldisins um kvennleika og karlmennsku. Þannig erum við að sjá, í veldisvexti, kvennfyrirlitningu vaxa ásmegin og svartar konur, konur af frumbyggjaættum og konur sem falla ekki að þessari skaðlegu staðalímynd um kvennleika feðraveldisins, eru oftar og oftar ásakaðar um að vera ekki "alvöru" konur og þannig er transfóbían farin í raun að bíta allar konur á einn eða annan hátt. Transfóbía og kvennfyrirlitning eru samofin fyrirbæri. 1 af hverjum 3 sískynja konum verður fyrir ofbeldi, líkamlegu, kynferðislegu, fjárhagslegu og andlegu ofbeldi, einu sinni eða oftar á lífsleiðinni. Allar trans konur af upplifað eitthvað slíkt ofbeldi og flestar þeirra allt ofantalið, oftar en einu sinni á lífsleiðinni. Tölfræðin er litlu skárri þegar stálp og/eða kvár eru talin með og því er það, því miður, staðreynd að baráttan er ekki komin, eða búin, þó svo að hér á Íslandi, svona einu sinni síðan landnám hófst, að í öllum helstu opinberu ráðandi stöðunum, séu konur. Við ætlum okkur samt ekki að fara aftur á bak, þó litlar sálir, litlir karlmenn með eldspýtur og gafla í hendinni vilja finna okkur öllum allt til foráttu og elta hugmyndafræði freka prumpukarlsins vestanhafs eins og hungraðir bandormar í þörmum samfélagsins. Við munum aldrei gefast upp og við höldum baráttunni áfram, við öll, konur og kvár, sískynja og trans, fötluð og ófötluð, hvít og svört, hinsegin og gagnkynhneigð. Við munum öll ganga áfram inn í framtíðina og framtíðin er okkar allra! Það er því hagur kvenna, eins og feminstar á borð við Judith Butler hafa bent á, að skilgreiningin á því hvað sé kona, sé í höndum hverra og einna okkar, um okkur sjálfar, fyrir okkur sjálfar, og enginn annar en við sem konur og einstaklingar hafa það vald að skilgreina fyrir okkar hönd, hvað kona sé! Keep Marching Forward! Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, kennari, ljóðskáld og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Jafnréttismál Arna Magnea Danks Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðinn alþjóðlegur baráttudagur kvenna og kvára og handóðir á lyklaborðum samfélagsmiðlana hamast við að gera lítið úr og fárast yfir því að það skuli yfir höfuð vera baráttudagur kvenna, þar sem konur eru nú þegar komin með allt of mikil völd, að þeirra mati, og hvað yfir höfuð sé kona nú til dags og hvað í and****anum er eiginlega Kvár?! En hvað þýðir það að skilgreina hvað sé kona og af hverju er það hættulegt konum? Og af hverju er ekki sama krafan um að skilgreina hvað sé karl? Frá upphafi hefur það einmitt verið krafa feminismans að skilgreina ekki hvað sé kona, því kona er fær um að vera hvernig sem er og getur gert hvað sem er. Ef við förum í þá vegferð að skilgreina hvað er kona út frá vestrænni hugmyndafræði 19 aldar, sem er einmitt sú hugmyndafræði sem liggur til grundvallar kynjakerfinu (feðraveldinu), þá yrði skilgreiningin miðuð út frá hvítri, ófatlaðari, gagnkynhneigðri konu og yrði þá um leið útilokandi fyrir allar aðrar konur. Hugsun og hugmyndafræði, sem því miður, er enn við líði víðast hvar í hinum vestræna heimi, þar sem konur af dekkri húðlit en hvítum eru oftast sakaðar um að vera ekki nægilega kvennlegar og hugsanlega trans konur. Taka ber það fram að það er ekkert að þvi að vera trans kona og trans konur eru konur eins og allar aðrar konur, hvernig svo sem þú vilt eða vilt ekki skilgreina orðið kona. En hatrið sem beinist að trans konum, sem er í sjálfu sér fáránlegt og í engu í samræmi við að um er að ræða um 1% mannkyns, og þessi 19 aldar hugmyndafræði um hvað er kona, er eitruð blanda sem bitnar á öllum konum sem falla ekki inn í þennan þrönga ramma feðraveldisins um hvað kona sé og eigi að vera. Þannig eru allar tilraunir til þess að skilgreina hvað kona sé, til þess fallnar að stjórna hvernig konur haga sér og hvaða áhrif þær hafa á samfélagið í heild sinni. Ef kona er of ung og myndarleg (út frá fegurðastöðlum samtímans) þá má hún alls ekki vera frek (ákveðin) og er alls ekki tekin neitt sérstaklega alvarlega sé hún í ráðandi stöðu. Sé hún hinsvegar komin yfir miðjan aldur, og skiptir þá litlu hvort hún teljist myndarleg eða ekki, þá verður orðræðan oft harkaleg og óvægin og nánast tekin af lífi ef hún gerir einhvern mistök, sé hún í ráðandi stöðu. Þetta sést á þeirri vanvirðingu og umræðu um konur í stjórnunarstöðum, bæði hérlendis sem erlendis. Konur eru ekki dæmdar út frá verkum sínum, heldur út frá allskyns stöðlum um hvað kona sé! Stöðlum sem eiga sér rætur í nýlendustefnu og nýlenduhugsun 19 aldar. Stöðlum sem ýta undir og aðhyllast hvíta yfirburðarhyggju (nazisma/fasisma) og eru hættulegir, ekki einungis trans konum, heldur öllum konum sem falla ekki inn í rammann. En hvað er ramminn fyrir karl? Af hverju er ekki sama krafan um útlit og hegðun karla og af hverju er ekki verið að hrópa á samfélagsmiðlum hægri og vinstri um nauðsyn þess að skilgreina hvað karl sé? Einfaldlega vegna þess að þetta kerfi sem heitir á fræði máli kynjakerfi en í daglegu tali er fjallað um sem feðraveldið (orðið feðraveldi er ekki árás á feður!) er hannað af hvítum, ófötluðum, gagnkynhneigðum, ríkum körlum sem réðu allt og öllu í upphafi 20 aldarinnar og vildu gera allt sem í sínu valdi stóð til að halda völdunum áfram. Þetta kerfi breytir sér og aðlagar sig að breyttum tímum, en í grunninn er markmið þess það sama og alltaf, að stjórna og ráða yfir konum og öllum þeim sem eru ekki hvítir, ófatlaðir, gagnkynhneigðir ríkir karlmenn. Svo er stigsmunur á því hvar þú ert staðsett(ur) út frá þessum lista, sem sést vel á hvernig stéttarskipting virkar í nútíma samfélagi. T.d má færa fyrir því rök að eftir því sem þú sem einstaklingur tikkar í fleiri box listans um hvíta, ófatlaða, gagnkynhneigða, ríka karlmanninn, þeim mun meiri völd hefur þú sjálfkrafa í hinum vestræna heimi, án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir eigin ágæti, færni eða hæfileikum. Þannig fá einstaklingar sem tikka í þó nokkur atriði listans, oft sjálfkrafa stöður, þrátt fyrir að vera óhæfir með öllu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því á meðan, t.d. svört samkynhneigð kona þyrfti helst að hafa þrjár MA gráður og eina doktorsgráðu til þess eins að fá viðtal hjá sama fyrirtæki, hvað þá ef hún væri einnig fötluð og trans. Við sjáum af þessu að það eru til ósagðar skilgreiningar um hverskonar kona og hverskonar karl eru á toppnum og út frá því hvar þú lendir á listanum, ofarlega eða neðarlega og þessar skilgreiningar eru skaðlegar öllum, burséð frá kyni, kynvitund og kynhneigð, sem ekki falla inn í rammann. Þannig lenda samkynhneigðir karlmenn og karlmenn af dekkri húðlit en hvítum, neðar á listanum og því er klárt að þetta kerfi, í raun, er skaðlegt um 95% mannkyns. En af hverju þá þessi háværa krafa um að skilgeina hvað kona sé? Þessi krafa á rætur sínar að rekja til þess haturs sem beinist að trans konum, hatur sem á sér frekar stuttar sögulegar rætur, miðað við að trans fólk hefur verið til í einni eða annarri mynd frá upphafi mannkyns. Þetta tilbúna hatur nærist á fáfræði og fordómum og er í raun ein birtingarmynd stjórnunaráráttu og þörf feðraveldisins að viðhalda og vernda eigin kerfi. Og eins og alltaf með öll slík kerfi sem standa fram fyrir því að veikjast, eins og raun ber vitni í gegnum kvennabaráttuna frá upphafi 20 aldarinnar og í lok þeirrar 19. þá ræðst kerfið fyrst á veikasta hlekkinn í keðjunni og fikrar sig síðan upp þangað til við öll sem föllum ekki snyrtilega inn í ramman um ríka, ófatlaða, gagnkynhneigða, hvíta karlmanninn, verðum komin á okkar stað í kerfinu, undirokuð, auðmjúk og valdalitil, eða valdalaus (allar konur og kvár þar undir). Hvað svo með Kvár? Af hverju er verið að ráðast einnig með slíku offorsi að kynsegin fólki? Jú, einfaldlega vegna þess að þau falla ekki snyrtilega að þessari heimsmynd og eins og með trans fólk allt saman, sem með tilvist sinni brýtur algjörlega upp þetta kerfi með því að dirfast að taka það pláss og frelsi að vera fullkomlega bara það sjálft, þá er ekkert jafn skaðlegt feðraveldinu og einstaklingar sem jafn augljóslega dafna í beinni andstöðu við þetta ríkjandi valdakerfi. Og trans kona sem hafnar algjörlega þeirri karlmennsku sem henni var afhent og úthlutað við fæðingu, er því augljóslega hin versta og mesta móðgun gegn feðraveldinu sem hugsast getur og handhafar þess vilja því allt til þess vinna að útrýma þessum konum. Trans konur eru ekki ógn gegn öðrum konum, og hafa aldrei verið enda konur sjálfar, heldur ógn við hugmyndafræði feðraveldisins og þaðan kemur hatrið. Það sem fólk oft áttar sig hinsvegar ekki á, er að þessi atlaga feðraveldisins gegn trans konum, bitnar á öllum konum, kvárum og körlum sem falla ekki inn í heim feðraveldisins um kvennleika og karlmennsku. Þannig erum við að sjá, í veldisvexti, kvennfyrirlitningu vaxa ásmegin og svartar konur, konur af frumbyggjaættum og konur sem falla ekki að þessari skaðlegu staðalímynd um kvennleika feðraveldisins, eru oftar og oftar ásakaðar um að vera ekki "alvöru" konur og þannig er transfóbían farin í raun að bíta allar konur á einn eða annan hátt. Transfóbía og kvennfyrirlitning eru samofin fyrirbæri. 1 af hverjum 3 sískynja konum verður fyrir ofbeldi, líkamlegu, kynferðislegu, fjárhagslegu og andlegu ofbeldi, einu sinni eða oftar á lífsleiðinni. Allar trans konur af upplifað eitthvað slíkt ofbeldi og flestar þeirra allt ofantalið, oftar en einu sinni á lífsleiðinni. Tölfræðin er litlu skárri þegar stálp og/eða kvár eru talin með og því er það, því miður, staðreynd að baráttan er ekki komin, eða búin, þó svo að hér á Íslandi, svona einu sinni síðan landnám hófst, að í öllum helstu opinberu ráðandi stöðunum, séu konur. Við ætlum okkur samt ekki að fara aftur á bak, þó litlar sálir, litlir karlmenn með eldspýtur og gafla í hendinni vilja finna okkur öllum allt til foráttu og elta hugmyndafræði freka prumpukarlsins vestanhafs eins og hungraðir bandormar í þörmum samfélagsins. Við munum aldrei gefast upp og við höldum baráttunni áfram, við öll, konur og kvár, sískynja og trans, fötluð og ófötluð, hvít og svört, hinsegin og gagnkynhneigð. Við munum öll ganga áfram inn í framtíðina og framtíðin er okkar allra! Það er því hagur kvenna, eins og feminstar á borð við Judith Butler hafa bent á, að skilgreiningin á því hvað sé kona, sé í höndum hverra og einna okkar, um okkur sjálfar, fyrir okkur sjálfar, og enginn annar en við sem konur og einstaklingar hafa það vald að skilgreina fyrir okkar hönd, hvað kona sé! Keep Marching Forward! Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, kennari, ljóðskáld og LGBTQIA+ aktivisti.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun