Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir og Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifa 4. mars 2025 11:30 Mömmuskömm, samfélagsmiðlar, „tradwife”, hrakandi geðheilsa barna og unglinga, tölvuleikir, lélegt uppeldi, þyrluforeldrar, „tough love”, of mikil samvera, of mikil fjarvera. Allt eru þetta hugtök og orð sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði og ekki furða að foreldrar hafi áhyggjur af því hvort þau séu að standa sig nægilega vel. En hvað er að standa sig vel sem foreldri? Hvaða viðmið get ég notast við til að gefa mér stjörnu í kladdann fyrir að vera gott foreldri? Hvað er gott foreldri? Á ég að banna alla samfélagsmiðla eða leyfa suma? Má ég nota sjónvarpið sem barnapíu ef mig langar að fá pásu? Má barnið mitt borða skvísu úr búðinni? Eða verð ég að gera mauk frá grunni úr lífræna grænmetisgarðinum heima? Verð ég að svefnþjálfa barnið mitt eða má það sofna í fangi eða við vögguvísur?Við höfum aðgengi að ofboðslega miklu magni af upplýsingum. Fleiri og fleiri uppeldisbækur, námskeið og lesefni um það hvernig ala eigi börn upp. Flest búið til af fagfólki en upplýsingarnar stangast stundum á svo við vitum ekki alltaf hverju við eigum að trúa og fylgja. Þar að auki koma inn alls konar áhrifavaldar á samfélagsmiðlum, sumir menntaðir á þessu sviði en aðrir ekki, sumir með frábær ráð og leiðir og svo aðrir sem ættu kannski ekki að vera að gefa ráð tengd uppeldi og börnum.Með öllum þessum upplýsingum kemur pressa á foreldra að standa sig vel. Við vitum hvað við eigum að vera að gera og hvað við viljum gera, en það er ekki alltaf möguleiki. Ekkert foreldri er fullkomið og það er óraunhæft markmið. Við erum jú öll mannleg og breysk og eigum okkar góðu og slæmu daga. Suma daga getum við tekist á við skapofsaköst barna okkar eða krefjandi hegðun með rósemd og yfirvegun, staðið við mörk, látið börnin lesa heima, fundið tíma til að leika við þau, náð að elda matinn OG taka til – geri aðrir betur. Aðra daga erum við illa upplögð, þráðurinn í okkur er stuttur, við erum andlega fjarverandi eða bregðumst harkalegar við hegðun barna okkar en við myndum vilja. „Nægilega gott foreldri“ Hugtakið „nægilega gott foreldri“ (e.Good Enough Parenting) fjallar í megindráttum um að við séum ekki fullkomin og að það sé óraunhæft að reyna að vera fullkomið foreldri. Við reynum hins vegar að vera upp á okkar besta í samskiptum við börnin okkar í 70% tilfella. Í þeim tilfellum bregðumst við rétt við hegðun þeirra, mætum þeim með virðingu, rósemd og yfirvegun og eflum þroska þeirra og áhugamál. Í hinum 30% tilfellanna bregðumst við ekki rétt við hegðun þeirra, náum ekki að standa við reglurnar sem við setjum, hækkum jafnvel róminn óhóflega eða segjum hluti sem við sjáum eftir.Það geta komið upp margar streituvaldandi aðstæður þegar maður er með ungt barn. Hegðun þeirra er oft ófyrirsjáanleg, svefn foreldra skertur, börnin taka skapofsaköst (stundum á mjög óheppilegum stöðum) og auðvelt er að upplifa að maður ráði ekki við aðstæður. Hegðun barnanna okkar getur virkjað okkar kvíðaviðbragð sem verður stundum til þess að við missum stjórn á skapi okkar, tilfinningarnar fara að ráða för á kostnað skynsemi og rökhugsunar og við bregðumst of harkalega við aðstæðum. Við erum öll mannleg, við förum út af sporinu en það er í góðu lagi, það kemur fyrir alla. Við getum ekki ætlast til þess að gera alltaf allt rétt. Og pressan við að reyna það getur orðið til þess að ýta enn frekar undir streituna okkar sem eykur svo líkurnar á því að við missum stjórn á skapi okkar í krefjandi aðstæðum. Það getur verið erfitt að sýna sér mildi í heimi þar sem allar upplýsingar eru til staðar og þú veist hvað þú „ættir“ að vera að gera. En við erum ekki vélar, við erum manneskjur og við förum stundum út af sporinu og það er allt í lagi. Hvað geri ég þá? Það sem skiptir öllu máli eru viðbrögð okkar þegar við förum út af sporinu. Ef við missum stjórn á skapi okkar eða segjum eitthvað sem við sjáum eftir þá er það á okkar ábyrgð að koma til baka og bæta upp fyrir rofið sem verður í samskiptunum. Við getum tekið skömmina í burtu og sýnt okkur mildi því þetta er eitthvað sem allir upplifa og heilinn okkar gerir en við þurfum að taka ábyrgð á því. Við erum jú fullorðni einstaklingurinn í sambandinu með fullþroskaða heilann, ólíkt börnunum okkar sem eru oftar en ekki að sýna hegðun sem er í samræmi við það þroskaskeið eða aldur sem þau eru á. Með því að biðja börnin afsökunar þegar okkur verður á læra þau að það er í lagi að gera mistök og ef manni verður á í samskiptum þá biðst maður afsökunar. Þarna kennum við þeim samkennd í verki sem þau svo yfirfæra á samskipti við sína jafnaldra og í framtíðinni inn í sín sambönd. Þar að auki kennum við þeim að þó svo að það komi högg í tengslin þá er alltaf hægt að koma til baka og lagfæra það. Streitan tengd foreldrahlutverkinu Streita tengd foreldrahlutverkinu getur tekið á sig ýmsar myndir. Ef við náum ekki að huga nægilega vel að grunnþörfum okkar (svefn, mataræði, hreyfing) þá eigum við erfiðara með að takast á við dagleg verkefni og erum líklegri til að vera ekki upp á okkar besta. Þráðurinn verður styttri og við erum líklegri til að missa stjórn á skapi okkar. Hér er þó mikilvægt að taka fram að ef að samskipti okkar við börnin okkar einkennast oft af pirringi og reiði er það vísbending um að við þurfum aðstoð. Treystu þínu innsæi Svo vertu nægilega gott foreldri - áttaðu þig á þínum styrk og veikleikum og gerðu þér grein fyrir að sumir dagar eru erfiðari en aðrir og gefðu þér slaka. Treystu þínu innsæi, nýttu þér það sem þér finnst gott og hentar þinni fjölskyldu og slepptu öðru. Það er ekki til ein rétt ríkisleið í að ala upp börn og það sem virkar vel á eitt barn virkar stundum verr á annað. Við erum öll að gera okkar besta miðað við verkfærin sem við höfum í höndunum hverju sinni. Ef þér þykir vænt um barnið þitt, sinnir þörfum þess eftir bestu getu, elskar það skilyrðislaust, kemur fram við það af virðingu og leyfir því að finna að það veki hjá þér gleði eingöngu með því að vera til ertu í góðum málum. Í tilfellunum þar sem brugðist er óheppilega við er mikilvægt að sýna sér mildi, átta sig á að flestir hafa verið í sömu sporum og einblína á það hvernig við ætlum að koma til baka og lagfæra. Því það hvernig við komum fram í samskiptum við börnin okkar í æsku mun fylgja þeim fram á fullorðinsárin og verða þeirra leiðarvísir og fyrirmynd í vina- og ástarsamböndum í framtíðinni. Þá er gott að hafa í huga að það er aldrei of seint að byrja að bæta samskiptin, sama hvað barnið er gamalt. Ef þú vilt læra meira um hvernig takast eigi á við streitu tengda foreldrahlutverkinu og hvernig megi bæta samskiptin við barnið/börnin þín eru höfundar með námskeiðið Streita tengd foreldrahlutverkinu sem haldið verður í húsi Hjálpræðishersins 15. mars kl. 12:00. Nánari upplýsingar má finna á Instagram-síðu höfunda, @ertuadtengja.uppeldisradgjof, eða á Facebook-síðunni Ertu að tengja? Uppeldisráðgjöf. Höfundar eru Daðey Albertsdóttir sálfræðingur og Ásgerður Arna Sófusdóttir hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daðey Albertsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Mömmuskömm, samfélagsmiðlar, „tradwife”, hrakandi geðheilsa barna og unglinga, tölvuleikir, lélegt uppeldi, þyrluforeldrar, „tough love”, of mikil samvera, of mikil fjarvera. Allt eru þetta hugtök og orð sem hafa verið í umræðunni undanfarna mánuði og ekki furða að foreldrar hafi áhyggjur af því hvort þau séu að standa sig nægilega vel. En hvað er að standa sig vel sem foreldri? Hvaða viðmið get ég notast við til að gefa mér stjörnu í kladdann fyrir að vera gott foreldri? Hvað er gott foreldri? Á ég að banna alla samfélagsmiðla eða leyfa suma? Má ég nota sjónvarpið sem barnapíu ef mig langar að fá pásu? Má barnið mitt borða skvísu úr búðinni? Eða verð ég að gera mauk frá grunni úr lífræna grænmetisgarðinum heima? Verð ég að svefnþjálfa barnið mitt eða má það sofna í fangi eða við vögguvísur?Við höfum aðgengi að ofboðslega miklu magni af upplýsingum. Fleiri og fleiri uppeldisbækur, námskeið og lesefni um það hvernig ala eigi börn upp. Flest búið til af fagfólki en upplýsingarnar stangast stundum á svo við vitum ekki alltaf hverju við eigum að trúa og fylgja. Þar að auki koma inn alls konar áhrifavaldar á samfélagsmiðlum, sumir menntaðir á þessu sviði en aðrir ekki, sumir með frábær ráð og leiðir og svo aðrir sem ættu kannski ekki að vera að gefa ráð tengd uppeldi og börnum.Með öllum þessum upplýsingum kemur pressa á foreldra að standa sig vel. Við vitum hvað við eigum að vera að gera og hvað við viljum gera, en það er ekki alltaf möguleiki. Ekkert foreldri er fullkomið og það er óraunhæft markmið. Við erum jú öll mannleg og breysk og eigum okkar góðu og slæmu daga. Suma daga getum við tekist á við skapofsaköst barna okkar eða krefjandi hegðun með rósemd og yfirvegun, staðið við mörk, látið börnin lesa heima, fundið tíma til að leika við þau, náð að elda matinn OG taka til – geri aðrir betur. Aðra daga erum við illa upplögð, þráðurinn í okkur er stuttur, við erum andlega fjarverandi eða bregðumst harkalegar við hegðun barna okkar en við myndum vilja. „Nægilega gott foreldri“ Hugtakið „nægilega gott foreldri“ (e.Good Enough Parenting) fjallar í megindráttum um að við séum ekki fullkomin og að það sé óraunhæft að reyna að vera fullkomið foreldri. Við reynum hins vegar að vera upp á okkar besta í samskiptum við börnin okkar í 70% tilfella. Í þeim tilfellum bregðumst við rétt við hegðun þeirra, mætum þeim með virðingu, rósemd og yfirvegun og eflum þroska þeirra og áhugamál. Í hinum 30% tilfellanna bregðumst við ekki rétt við hegðun þeirra, náum ekki að standa við reglurnar sem við setjum, hækkum jafnvel róminn óhóflega eða segjum hluti sem við sjáum eftir.Það geta komið upp margar streituvaldandi aðstæður þegar maður er með ungt barn. Hegðun þeirra er oft ófyrirsjáanleg, svefn foreldra skertur, börnin taka skapofsaköst (stundum á mjög óheppilegum stöðum) og auðvelt er að upplifa að maður ráði ekki við aðstæður. Hegðun barnanna okkar getur virkjað okkar kvíðaviðbragð sem verður stundum til þess að við missum stjórn á skapi okkar, tilfinningarnar fara að ráða för á kostnað skynsemi og rökhugsunar og við bregðumst of harkalega við aðstæðum. Við erum öll mannleg, við förum út af sporinu en það er í góðu lagi, það kemur fyrir alla. Við getum ekki ætlast til þess að gera alltaf allt rétt. Og pressan við að reyna það getur orðið til þess að ýta enn frekar undir streituna okkar sem eykur svo líkurnar á því að við missum stjórn á skapi okkar í krefjandi aðstæðum. Það getur verið erfitt að sýna sér mildi í heimi þar sem allar upplýsingar eru til staðar og þú veist hvað þú „ættir“ að vera að gera. En við erum ekki vélar, við erum manneskjur og við förum stundum út af sporinu og það er allt í lagi. Hvað geri ég þá? Það sem skiptir öllu máli eru viðbrögð okkar þegar við förum út af sporinu. Ef við missum stjórn á skapi okkar eða segjum eitthvað sem við sjáum eftir þá er það á okkar ábyrgð að koma til baka og bæta upp fyrir rofið sem verður í samskiptunum. Við getum tekið skömmina í burtu og sýnt okkur mildi því þetta er eitthvað sem allir upplifa og heilinn okkar gerir en við þurfum að taka ábyrgð á því. Við erum jú fullorðni einstaklingurinn í sambandinu með fullþroskaða heilann, ólíkt börnunum okkar sem eru oftar en ekki að sýna hegðun sem er í samræmi við það þroskaskeið eða aldur sem þau eru á. Með því að biðja börnin afsökunar þegar okkur verður á læra þau að það er í lagi að gera mistök og ef manni verður á í samskiptum þá biðst maður afsökunar. Þarna kennum við þeim samkennd í verki sem þau svo yfirfæra á samskipti við sína jafnaldra og í framtíðinni inn í sín sambönd. Þar að auki kennum við þeim að þó svo að það komi högg í tengslin þá er alltaf hægt að koma til baka og lagfæra það. Streitan tengd foreldrahlutverkinu Streita tengd foreldrahlutverkinu getur tekið á sig ýmsar myndir. Ef við náum ekki að huga nægilega vel að grunnþörfum okkar (svefn, mataræði, hreyfing) þá eigum við erfiðara með að takast á við dagleg verkefni og erum líklegri til að vera ekki upp á okkar besta. Þráðurinn verður styttri og við erum líklegri til að missa stjórn á skapi okkar. Hér er þó mikilvægt að taka fram að ef að samskipti okkar við börnin okkar einkennast oft af pirringi og reiði er það vísbending um að við þurfum aðstoð. Treystu þínu innsæi Svo vertu nægilega gott foreldri - áttaðu þig á þínum styrk og veikleikum og gerðu þér grein fyrir að sumir dagar eru erfiðari en aðrir og gefðu þér slaka. Treystu þínu innsæi, nýttu þér það sem þér finnst gott og hentar þinni fjölskyldu og slepptu öðru. Það er ekki til ein rétt ríkisleið í að ala upp börn og það sem virkar vel á eitt barn virkar stundum verr á annað. Við erum öll að gera okkar besta miðað við verkfærin sem við höfum í höndunum hverju sinni. Ef þér þykir vænt um barnið þitt, sinnir þörfum þess eftir bestu getu, elskar það skilyrðislaust, kemur fram við það af virðingu og leyfir því að finna að það veki hjá þér gleði eingöngu með því að vera til ertu í góðum málum. Í tilfellunum þar sem brugðist er óheppilega við er mikilvægt að sýna sér mildi, átta sig á að flestir hafa verið í sömu sporum og einblína á það hvernig við ætlum að koma til baka og lagfæra. Því það hvernig við komum fram í samskiptum við börnin okkar í æsku mun fylgja þeim fram á fullorðinsárin og verða þeirra leiðarvísir og fyrirmynd í vina- og ástarsamböndum í framtíðinni. Þá er gott að hafa í huga að það er aldrei of seint að byrja að bæta samskiptin, sama hvað barnið er gamalt. Ef þú vilt læra meira um hvernig takast eigi á við streitu tengda foreldrahlutverkinu og hvernig megi bæta samskiptin við barnið/börnin þín eru höfundar með námskeiðið Streita tengd foreldrahlutverkinu sem haldið verður í húsi Hjálpræðishersins 15. mars kl. 12:00. Nánari upplýsingar má finna á Instagram-síðu höfunda, @ertuadtengja.uppeldisradgjof, eða á Facebook-síðunni Ertu að tengja? Uppeldisráðgjöf. Höfundar eru Daðey Albertsdóttir sálfræðingur og Ásgerður Arna Sófusdóttir hjúkrunarfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun