Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 07:30 Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á slaginu 10 í dag hefjast kosningar til formanns VR. Ég tók við embættinu fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar forveri minn leitaði á ný mið en ég var þá varaformaður félagins. Þessir mánuðir hafa verið ævintýri líkastir. Ég hef farið víða um félagssvæði VR, sem spannar ágætis hluta af landinu, átt samtöl við á annað þúsund VR-inga og heimsótt yfir hundrað vinnustaði. Á þessu flandri hef ég hitt fyrir VR-inga sem starfa á skrifstofu, í verslun og á vöruhótelum (þar sem má m.a. fræðast um miklar tæknibreytingar sem hafa orðið í plöstun bretta frá því að ég vann á lager fyrir dálítið löngu síðan). Ég hef hitt VR-inga á ólíkum aldri, úr mismunandi tekjuhópum og af fjölmörgum þjóðernum. Ég er farin að sjá félagssvæðið í nýju ljósi, vitandi hversu víða VR-félagar eru að störfum. Byggingar sem áður voru nánast ósýnilegar blasa nú við sem líflegir vinnustaðir. Formaður alls félagsfólks Samtölin og heimsóknirnar hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Ég hef öðlast innsýn inn í ólíkt starfsumhverfi, kjör og aðstæður félagsfólks, en einnig fengið tækifæri til að kynna sjálfa mig og sýna í verki að hver einasti VR-félagi skiptir mig máli. Ég er og mun vera formaður alls félagsfólks. Forysta VR stendur frammi fyrir mikilvægum verkefnum á næstu misserum. Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem voru undirritaðir fyrir tæpu ári síðan og tryggja að þær hækkanir sem þar var samið um hverfi ekki jafnóðum í aukin gjöld og hækkað vöruverð, að ógleymdri hinni botnlausu hít sem húsnæðiskostnaður er fyrir flest vinnandi fólk. Stjórnvöld eiga að standa við sín fyrirheit, þar á meðal um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, og fyrirtækin eiga ekki að komast upp með að auka gróða sinn á tíma þar sem almenningur allur greiðir verðbólguna dýru verði. Enn fremur þarf að koma í veg fyrir að byrðum af sveiflukenndu efnahagslífi sé sífellt varpað á herðar launafólks. Samhent og skipulögð Hljóti ég umboð til áframhaldandi setu sem formaður mun undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefjast í apríl eða strax eftir aðalfund félagsins. Okkur ber að mæta samhent og vel skipulögð til leiks og við eigum að geta komið í veg fyrir að við lendum uppi við vegg í kjaraviðræðum. Til þess þarf bæði samningavilja og seiglu, reynslu og vinnugleði. VR-ingar eru fyrst og fremst að kjósa manneskju sem þeir treysta til að vera vakin og sofin yfir kjörum og réttindum félagsfólks. Einstakling sem ber virðingu fyrir arfleifð félagsins, starfsemi þess og þjónustu og vill halda áfram að byggja félagið upp í samvinnu við stjórn, trúnaðarráð, trúnaðarmenn, félagsfólk og starfsfólk. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt formennsku hef ég lagt mig fram um að sýna VR-ingum hvað í mér býr. Ég óska eftir umboði til að halda áfram að nýta mína krafta í þágu VR – enda er ég bara rétt að byrja! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum í félaginu sem standa yfir á vr.is 6. til 13. mars.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar