„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. mars 2025 17:41 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, bregst við skrifum Dagnýja Hængsdóttur Köhler, ömmu drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt. Sigurjón/aðsend Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang. Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang.
Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira