Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2025 15:33 Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun