Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar 26. febrúar 2025 12:32 Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun