Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar 21. febrúar 2025 11:17 Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar