Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun