Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 08:32 Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun