Matvöruverð tekur stökk upp á við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:42 Það kostar sitt að kaupa nammi. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira