Matvöruverð tekur stökk upp á við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:42 Það kostar sitt að kaupa nammi. Vísir/Vilhelm Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“ Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Dagvöruvísitalan skoðar verðlagshækkun miðað við meðal vöruverð hvers mánaðar. Ef heilsudagar Nettó eru undanskildir nemur hækkunin frá í janúar um 0,62%. „Frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hefur mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó,“ segir meðal annars í tilkynningu verðlagseftirlitsins. Hlutfall hækkana matvöruverðs var þó mun hærra í nóvember en verðhækkanir í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu samanborið við 8% í janúar sem er hærra hlutfall en hækkun var að jafnaði á fyrri helmingi síðasta árs. Hækkunin í nóvember í fyrra var hæta mánaðarhækkun á vísitölunni frá undirritun kjarasamninga í mars. Hækkanirnar nú eru því ekki á jafn breiðum grunni og nú. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar. Febrúarhækkanir má meðal annars rekja til 23% hækkunar á Arla Havarti osti í Krónunni en varan hafði áður lækkað jafnt og þétt í verði frá í ágúst. Sami ostur hækkaði ekki hjá Bónus. „Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.“ Miklar verðhækkanir mælast einnig á Holta kjúklingi en vörur frá Holta eru meðal þeirra sem hækka mest frá janúar. Þannig hækkaði Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni um 5 til 14% í janúar. Ferskt kjúklingakjöt hækkar einnig í verði. Réttir frá 1944 hækka um það bil um 2% frá janúar, bæði hjá Krónunni og Bónus. Það gæti borgað sig að skipta út sælgæti fyrir ávexti fyrir þá sem vilja passa upp á budduna.Vísir/Vilhelm Sælgæti enn á uppleið en ávextir lækka Sælgæti er þá einn þeirra vöruflokka sem hækkar hvað mest í verði milli mánaða. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%,“ segir í tilkynningunni. „Þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið má spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).“
Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira