„Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 14:02 Arnar S. Gunnarsson öryggisstjóri OK, mælir með því að fólk uppfæri í Windows 11. Aðsend og Vísir/Getty Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK, segir mælingar jafnframt sýna að tölvur verði viðkvæmari fyrir árásum hakkara séu stýrikerfin ekki uppfærð. „Það sem þetta þýðir er að Microsoft er hætt að veita Windows 10 stuðning og gefur ekki lengur út uppfærslur. Windows 10 er orðið tíu ára gamalt stýrikerfi og bara í apríl á þessu ári uppgötvuðust sautján öryggisveikleikar í stýrikerfinu. Það eru einmitt þeir sem verður hætt að lagfæra. Slíkir veikleikar geta leyft hökkurum að komast yfir gögn, lykilorð eða jafnvel stjórn á tölvum. Tölvurnar sjálfar halda áfram að virka en frá og með morgundeginum munu ekki berast fleiri uppfærslur frá Microsoft,“ segir Arnar. Lítil áhætta fyrst Hann segir áhættuna litla fyrstu dagana en að hún muni aukast eftir því sem líður á. „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna,“ segir hann og að úrelt kerfi og tölvur verði þannig aðlaðandi skotmörk fyrir slíkar árásir. Arnar bendir á að með tímanum muni annar hugbúnaður líka hætta að styðja Windows 10. „Það getur gerst hraðar en margir gera sér grein fyrir og algengt verður að forrit hætti að virka eftir uppfærslur. Fyrirtæki sem treysta á tækniaðstoð frá Microsoft gætu einnig lent í vandræðum, því þeir samningar falla líka út þegar stuðningi lýkur,“ bætir hann við. Nýtt stýrikerfi Windows 11. Vísir/Getty Arnar segir að flestar nýrri tölvur sé hægt að uppfæra beint í Windows 11. „Þetta er ráðlegasta leiðin og tryggir áframhaldandi öryggi og samhæfni. Þar sem tæki styðja ekki uppfærslu í Windows 11 er nauðsynlegt að fara í útskipti á vélbúnaði og við mælum með því.“ Hann segir Microsoft hafa ákveðið, samhliða þessari uppfærslu, að gefa fyrsta árið frítt af svokölluðum ESU-samningi [e. Extended Security Updates] sem muni tryggja áframhaldandi öryggisuppfærslur. Því muni fylgja einhverjar kvaðir og takmarkanir. „Þessar kvaðir eru til dæmis að þú verður að nota svokallaðan skýjanotanda frá Microsoft á tölvunni þannig að það mun ekki henta mörgum fyrirtækjum. OK ráðleggur sínum viðskiptavinum að uppfæra í Windows 11 þar sem það er mögulegt og að endurnýja tölvur þar sem það á ekki við. ESU-samningar ættu aðeins að vera notaðir sem bráðabirgðalausn, ekki til langs tíma.“ Tölvuárásir Tækni Microsoft Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK, segir mælingar jafnframt sýna að tölvur verði viðkvæmari fyrir árásum hakkara séu stýrikerfin ekki uppfærð. „Það sem þetta þýðir er að Microsoft er hætt að veita Windows 10 stuðning og gefur ekki lengur út uppfærslur. Windows 10 er orðið tíu ára gamalt stýrikerfi og bara í apríl á þessu ári uppgötvuðust sautján öryggisveikleikar í stýrikerfinu. Það eru einmitt þeir sem verður hætt að lagfæra. Slíkir veikleikar geta leyft hökkurum að komast yfir gögn, lykilorð eða jafnvel stjórn á tölvum. Tölvurnar sjálfar halda áfram að virka en frá og með morgundeginum munu ekki berast fleiri uppfærslur frá Microsoft,“ segir Arnar. Lítil áhætta fyrst Hann segir áhættuna litla fyrstu dagana en að hún muni aukast eftir því sem líður á. „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna,“ segir hann og að úrelt kerfi og tölvur verði þannig aðlaðandi skotmörk fyrir slíkar árásir. Arnar bendir á að með tímanum muni annar hugbúnaður líka hætta að styðja Windows 10. „Það getur gerst hraðar en margir gera sér grein fyrir og algengt verður að forrit hætti að virka eftir uppfærslur. Fyrirtæki sem treysta á tækniaðstoð frá Microsoft gætu einnig lent í vandræðum, því þeir samningar falla líka út þegar stuðningi lýkur,“ bætir hann við. Nýtt stýrikerfi Windows 11. Vísir/Getty Arnar segir að flestar nýrri tölvur sé hægt að uppfæra beint í Windows 11. „Þetta er ráðlegasta leiðin og tryggir áframhaldandi öryggi og samhæfni. Þar sem tæki styðja ekki uppfærslu í Windows 11 er nauðsynlegt að fara í útskipti á vélbúnaði og við mælum með því.“ Hann segir Microsoft hafa ákveðið, samhliða þessari uppfærslu, að gefa fyrsta árið frítt af svokölluðum ESU-samningi [e. Extended Security Updates] sem muni tryggja áframhaldandi öryggisuppfærslur. Því muni fylgja einhverjar kvaðir og takmarkanir. „Þessar kvaðir eru til dæmis að þú verður að nota svokallaðan skýjanotanda frá Microsoft á tölvunni þannig að það mun ekki henta mörgum fyrirtækjum. OK ráðleggur sínum viðskiptavinum að uppfæra í Windows 11 þar sem það er mögulegt og að endurnýja tölvur þar sem það á ekki við. ESU-samningar ættu aðeins að vera notaðir sem bráðabirgðalausn, ekki til langs tíma.“
Tölvuárásir Tækni Microsoft Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira