Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:23 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Eftir dóm hæstaréttar um að tilteknir lánaskilmálar Íslandsbanka væru ólöglegir brugðu stóru viðskiptabankarnir á það ráð að gera hlé á nýjum lánveitingum en á síðustu dögum hafa þeir verið að sýna á spilin, síðast Arion banki í gær. „Það er gott að bankarnir séu loksins farnir að sýna á spilin og farnir að lána aftur en það er náttúrulega ótrúlegt að þeir hafi bara komist upp með það að loka sjoppunni, ef svo má að orði komast, svo vikum skiptir en það er áhugavert að sjá að þeir eru með mismunandi útgáfur af lánum til neytenda.“ Bankarnir bjóða allir ólík lán, Landsbankinn býður til að mynda aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð lán. Bankarnir fylgja þó hlutlægum viðmiðum en ekki huglægum. Breki var spurður hvort hann hefði órað fyrir þessum viðbrögðum bankanna þegar samtökin lögðu upp í þennan leiðangur fyrir dómstólum. Alvarlegt að loka hafi þurft fyrir útlán „Það sem kom mér kannski mest á óvart var hversu óundirbúnir bankarnir voru. Nú eru meira en fjögur ár síðan við stefndum þeim og meira en eitt og hálft ár síðan EFTA-dómstóllinn kvað upp mjög skilmerkilegan og skýran dóm um að huglæg viðmið við vaxtabreytingar væru ólögleg. Það að þetta hafi komið bönkunum þannig í opna skjöldu að þeir hafi þurft að loka fyrir útlán er náttúrulega stórundarlegt og í raun alvarlegt að sú staða hafi komið upp. Fjöldi fólks sat uppi með lánsloforð en svo var allt í einu skrúfað fyrir lánveitingar. Það er það sem kom mér kannski mest á óvart í þessu máli.“ Finnst ekki hugsað nægilega um viðskiptavini Honum finnst viðbrögð bankanna hafa verið eilítið sjálfhverf. Ekki sé verið að hugsa um lántakendur. „Þeir hefðu alveg mátt taka betur utan um sína viðskiptavini finnst mér. Þess ber að geta að bönkunum gengur vel. Hagnaðaraukning þeirra milli ára er gífurleg og vaxtamunur þeirra er meiri en gengur og gerist í Evrópu og tvöfalt meiri en gengur og gerist á Norðurlöndunum þannig að það er borð fyrir báru fyrir þá að lækka vexti á húsnæðismarkaði.“ Dómsmál Fjármálafyrirtæki Lánamál Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. 11. nóvember 2025 10:27 Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. 10. nóvember 2025 14:41 Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. 9. nóvember 2025 17:25 Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Eftir dóm hæstaréttar um að tilteknir lánaskilmálar Íslandsbanka væru ólöglegir brugðu stóru viðskiptabankarnir á það ráð að gera hlé á nýjum lánveitingum en á síðustu dögum hafa þeir verið að sýna á spilin, síðast Arion banki í gær. „Það er gott að bankarnir séu loksins farnir að sýna á spilin og farnir að lána aftur en það er náttúrulega ótrúlegt að þeir hafi bara komist upp með það að loka sjoppunni, ef svo má að orði komast, svo vikum skiptir en það er áhugavert að sjá að þeir eru með mismunandi útgáfur af lánum til neytenda.“ Bankarnir bjóða allir ólík lán, Landsbankinn býður til að mynda aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð lán. Bankarnir fylgja þó hlutlægum viðmiðum en ekki huglægum. Breki var spurður hvort hann hefði órað fyrir þessum viðbrögðum bankanna þegar samtökin lögðu upp í þennan leiðangur fyrir dómstólum. Alvarlegt að loka hafi þurft fyrir útlán „Það sem kom mér kannski mest á óvart var hversu óundirbúnir bankarnir voru. Nú eru meira en fjögur ár síðan við stefndum þeim og meira en eitt og hálft ár síðan EFTA-dómstóllinn kvað upp mjög skilmerkilegan og skýran dóm um að huglæg viðmið við vaxtabreytingar væru ólögleg. Það að þetta hafi komið bönkunum þannig í opna skjöldu að þeir hafi þurft að loka fyrir útlán er náttúrulega stórundarlegt og í raun alvarlegt að sú staða hafi komið upp. Fjöldi fólks sat uppi með lánsloforð en svo var allt í einu skrúfað fyrir lánveitingar. Það er það sem kom mér kannski mest á óvart í þessu máli.“ Finnst ekki hugsað nægilega um viðskiptavini Honum finnst viðbrögð bankanna hafa verið eilítið sjálfhverf. Ekki sé verið að hugsa um lántakendur. „Þeir hefðu alveg mátt taka betur utan um sína viðskiptavini finnst mér. Þess ber að geta að bönkunum gengur vel. Hagnaðaraukning þeirra milli ára er gífurleg og vaxtamunur þeirra er meiri en gengur og gerist í Evrópu og tvöfalt meiri en gengur og gerist á Norðurlöndunum þannig að það er borð fyrir báru fyrir þá að lækka vexti á húsnæðismarkaði.“
Dómsmál Fjármálafyrirtæki Lánamál Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Neytendur Tengdar fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. 11. nóvember 2025 10:27 Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. 10. nóvember 2025 14:41 Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. 9. nóvember 2025 17:25 Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Sjá meira
Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. 11. nóvember 2025 10:27
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. 10. nóvember 2025 14:41
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. 9. nóvember 2025 17:25
Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. 7. nóvember 2025 16:32